19.8.04

Ísland 2 - Ítalía 0

Það var alveg ótrúleg tilfinning að vera á Laugardalsvellinum ástamt 20.204 í gærkvöldi og vera vitni af einum besta leik íslenska landsliðsins.
Ég misst reyndar af þessum frábæru "skemmtiatriðum" sem voru á undan leiknum, demm, að missa af Kalla Bjarna, Geiri Ólafs, Nylon og Í svörtum fötum er náttúrulega hryllingur.
En hjúkk náði nú öllum leiknum og þvílík stemmning. Þegar bylgjurnar fóru af stað og gengu 3 til 4 heila hringi var mjög gaman að upplyfa á Laugardalsvellinum. Vanalega er þetta reynt en það er svolítið erfitt þegar að ca. 150 m. eru á milli stúkanna. Drullið ykkur að loka hringnum.
Leikurinn sjálfur var náttúrulega frábær. Markið frá Eiði, markið frá Gylfa, baráttan hjá Heiðari Helgusyni, sambataktar hjá Brynjari Byrni gerðu daginn fullkominn!
Snilld og Íslenska landsliðið fær **** Örlish fyrir frammistöðu sína í þessum leik.

Vonandi að við náum svipuðum leik á móti Búlgaríu 4. september. Það er reyndar vaninn hjá Íslenska landsliðinu að klúðra málunum eftir að þeir hafa gefið þjóðinni einhverja trú á því. Vonandi verður það ekki í þetta skiptið.

Áfram Ísland!

Engin ummæli: