Þetta gengur ekki þegar félagar mínir kveikja á Spaugstofunni í “partýi” á laugardagskvöldi. Fyrst voru þeir að gera grín að Uncle G að hann væri örugglega seinn af því að hann væri að horfa á þáttinn en nei það næsta sem þeir taka uppá er að kveikja á sjónvarpinu og horfa á þessa hörmung og voru svona flestir sammála um að það væri nú svona einn til tveir brandarar í þessum þætti. Seinast þegar ég horfði á þennan þátt var svona 98 og þar á undan var það svona 94 en ég fór þá í verkfall gegn þessum ógeðslega leiðinlega þætti, því þá voru þeir hættir að vera fyndnir, en 10 árum seinna eru þeir ennþá á fullu og menn eins og stuðbræður í V15 eru límdir við skjáinn að horfa á sömu ömurlegu karakerana ár eftir ár eftir ár.
Fyrir utan það að hverjum datt eiginlega í hug að senda þessa menn á launum til útlanda að gera tvo Spaugstofu þætti. Eyða skattpeningunum okkar í að gera “gott grín” með fjölskylduna með sér í “vinnunni” því auðvitað þurfa að vera aukaleikarar líka. Af hverju eyðir RÚV ekki peningum í að reyna að búa til einhverja góða íslenska gaman þætti sem aðrir en V15 bræður og ellilífeyris þegar hafa gaman af.
Ekki nóg með það að maður er í “partýi” að horfa á Spaugstofuna þá er mér fyrirmunað að finnast skemmtilegt í bænum lengur. Þannig að næst þegar ég fer að skemmta mér þá vona ég að það verði í sumarbústað eða bara gott partý því ekki ætla ég í bæinn í bráð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli