8.12.04

Liverpool, Liverpool, Liverpool

Var á Players áðan að horfa á Liverpool – Olympiakos. Liverpool miklu betri í fyrri hálfleik og Olympiakos skorar úr fyrsta færinu sínu. 0-1 og Liverpool þurfti að skora 3 mörk til að komast áfram. Ég og Kiddi vorum nú ekkert alltof bjartsýnir í hálfleik en vonin lifði nú alltaf í manni um að Liverpool myndi ná að skora 3 mörk í seinni hálfleik.
Það var eins og við manninn mælt, Flo-Po kom inná, skorar, Mellor kom inná, skorar og svo þessi snilld í lokin frá Gerrard. Ég hef aldrei séð annan eins fögnuð við einu marki. Magnað kvöld og þessi kvöldi gleymi ég seint.
Jæja farinn að hlusta á ‘You’ll Never Walk Alone’.

Engin ummæli: