Það endaði með því að ég fór á Jólatónleika Xins í gær og var það Herra Nesó sem kom með mér eftir að hafa náð flugi í bæinn.
Maður fékk það á tilfinningunni að maður væri vel yfir meðalaldri þegar maður var staddur í anddyri Austurbæjar í gær en það gerði nú ekkert til því ég var allaveganna yngir en nokkrir þarna þar á meðal Styrmir bróðir sem ég hitti.
Þetta gengur þannig fyrir sig að hver hljómsveit tekur þrjú lög og eitt þeirra er jólalag í þeirra útfærslu. Þá komu svona “dúet” hljómsveitir inná milli á meðan “stóru” hljómsveitirnar voru að hafa sig til og gekk þetta bara nokkuð vel fyrir sig og ekki mikil bið á milli sveita.
Annars eru jú allar hljómsveitir mismunandi og það var einnig í gærkvöldi. Þær sem stóðu sig vel voru:
Brain Police, Mugison, Hoffamn, Manhattan og Dáðadrengir. Þá voru flest “dúet” atriðin fín en bestir voru þeir í Hot Damn en bæði Meistarar Alheimsins (Freysi og Gunni Gír) og The Giant Viking Show (Heiðar í Botnleðju) stóðu sig vel. En þær sveitir sem voru ekki góðar eða brugðust vonum mínum voru: Botnleðja, Jan Mayen, Solid I.V. og Friskó.
Alveg magnað hvað hann Mugison er “inn” þessa dagana. En jújú hann er helvíti góður tónlistamaður en vel súr á köflum eins og lag annað lagið sem hann tók á tónleikunum sem minnti frekar á eitt langt rop frekar en söng en þetta var voða “artistic”
Botnleðja voru bara ekki nógu góðir og ég bara fíla þá ekki nógu vel eftir að þeir fóru yfir í ensku. Þá voru Solid I.V. alveg með ágætis lög en jólalagið var alveg hörmung og guð minn góður hvernig þessir gaurar líta út. Söngvarinn er með sítt vel harpix greitt hár sem hann var með í tagli. Gítarleikarinn var í svo grænni skyrtu að hún hefði sést frá mars og í vesti sem ég held að ég hafi fermst í. Þá var trommuleikarinn svona Mötley Crüe týpa sem er ekki alveg að það sé 2004 en ekki 1984. Þá voru Jan Mayen svo sem ágætir er ég bjóst við þeim betri.
En annars ágætir tónleikar þó svo að þetta hafi verið lélegustu Xmas tónleikar sem ég hef farið á. Held að margir hafi verið sammála mér enda var orðið mikið um tóm sæti þegar tónleikarnir voru búnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli