19.12.04

Rigning?

Eins og hefur komið fram er Rauðskeggur í bænum þessa helgi og af því tilefni bauð hann nokkrum útvöldum í Laut 16. Ef nokkrar öl og hafa horft á Herra Ísland þar sem maður sem leit út fyrir að vera með eina heilasellu vann var farið niður í bæ. Bæjarferðin byrjaði nú ekki vel þar sem fyrsti leigubíllinn fór án nokkurra ástæðna og eitthvað erfiðlega gekk að fá annan en hann kom að lokum og við komumst í bæinn.

Ferðinni var heitið á Ellefuna þar sem Jim Bob ætlaði að fá sér eitthvað voða “töff” að drekka. Ég, Rauðskeggur og Mummi Jájá vorum uppi og voru þeir félagar að bíða eftir að komast inná klósettið. Þegar Mummi Jájá kemur út segir hann að bareigandinn verður nú ekki ánægður þegar næsti maður sturtar niður, því klósettið var nú vel stíflað. Þegar við komum svo niður þá eru Jim Bob og Stefán Veigar á barnum þegar byrjar að rigna svona skemmtilega yfir þá. Þeir sem þekkja til staðhátta er Ellefan í gömlu húsi með trégólfi, þannig að við vissum alveg að þarna var ekkert rigninga vatn á ferð og vorum við fljótir að benda Jim og Stebba að forða sér. Mjög geðslegt að sjá vatn úr drulluskítugu klósett buna yfir barborðið á Ellefunni.
Þá fór enginn upp að skrúfa fyrir innrennslið á klósettið heldur var tuskum troðið upp í rifur á loftinu, mjög gáfað. En við vorum fljótir að forða okkur en það fyndna við það var það virtist enginn annar fatta að þetta væri klósettið uppi sem var að buna þarna niður.

Annars á ég eftir að hugsa mig tvisvar um áður en ég fæ mér bjór á þessum stað aftur.

Engin ummæli: