Jæja þá er Steini Bachelor Íslands loksins kominn með kellingu...segi svona. Annars horfði ég á loka þátt Bachelor í gær og einnig uppgjörið hjá Sirrý. Persónulega finnst mér þau ekki hafa komið svo illa útúr þessum þáttum miðað við aðstæður. Jújú auðvitað var eitthvað sem hægt er að draga fólk niður á en ekkert sem margir aðrir höfðu ekki gert. Þó svo ég búist nú ekki við annarri seríu af þessu.
Annars var flottasta svarið í þáttum þegar einn af keppendum Herra Íslands svarið kommenti frá Jóni Gnarr um að þetta væri bara hórirí þegar hann sagði að það væri nú annar þáttur á íslandi sem séi um það (aka Ástarfleyið).
Nú þá byrjaði ég í dag að hlusta á jólalög, skil ekki fólk sem setur þetta á fóninn í byrjun nóvember eða fyrr, fínt einni viku fyrir jól.
Þá er ég einnig að taka til topplög og plötur ársins 2005 og er það mikil vinna skal ég ykkur segja og vonandi verður gefinn út listi öðru hvoru megin við áramótin.
Veit ekki alveg hvernig þetta verður en það verður allavega topp plötur, topp lög og kannski bíómyndir líka, veit ekki alveg, kemur í ljós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli