Fór á jólahlaðborð í vinnunni sem var mjög gaman. Það var haldið hérna í vinnunni og var þetta svona standandi jólahlaðborð. Öllu var skipt upp í nokkrar stöðvar sem hver bauð uppá sitt þema og gott vín við hæfi.
Það sem var í boði var villibráðarstöð, jólasíldarstöð, sjávarréttastöð, spjótastöð og alþjóðleg stöð. Villibráðin var nú í efsta sætinu en spjótastöðin var einnig mjög góð en þar var boðið uppá naut, lamb og kjúkling á spjótum. Þá var mjög skemmtilegt að prófa alþjóðlegu stöðina en þar var matur frá erlendum samstarfsmönnum. Mjög gaman að prófa jólarétti frá öðrum þjóðum.
Eftir þetta var svo haldið á Thorvaldsen bar sem virðist vera hefð eftir vinnu djamm hérna í vinnunni en ekki myndi ég flokkast undir einhver aðdáanda þessa staðs þannig að ég lét mig hverfa og fór á Óliver og hitti Austfirðinginn fyrverandi og Audinn hans. Eftir slatta tíma þar var svo haldið á Hressó þar sem var tekið stutt stopp.
Ekki var þessi bæjarferð neitt sérstaklega skemmtileg og þar spilar hreint ógeðsleg tónlist á Óliver mikinn þátt. Það er eins og plötusnúðurinn hafi reynt að spila leiðinlega tónlist og hvaða hugmyndir sem ég og Ívar komum með, og voru þær nokkrar, annað hvort átti hann ekki á tölvunni sinni eða vissi hreint ekki um hvað við vorum að tala. Hvaða plötusnúður á ekki Roses með Outkast, ég bara spyr?
Vinahópurinn hittist svo á laugardaginn og tók eitt póker kvöld þar sem PartýReynz (eins og hann var kallaður þetta kvöld) vann allan 8 þús. kr pottinn með því að vinna Gísla (aka alvöru Gillzeneggerinn) sem var með tvær tvennur en Partý Reynz var með á fullt hús. Svekkjandi fyrir Gísla en annars lenti ég í þriðja sæti og var nálægt því að komast í úrslitin.
Ekki má gleyma því að nefna það að Liverpool er komið í annað sæti í ensku úrvalsdeildinni.
1: Chelsea 43 stig.
2: Liverpool 31 stig.
3: manutd 31 stig
4: Tottenham 27 stig.
5: Bolton 27 stig.
6: Arsenal 26 stig.
Gaman að sjá manutd og Arsenal fyrir neðan Liverpool.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli