Jebb, svaka hetja. Loksins búinn að gefa blóð og þar með er ca. 2-3 ára gamalt áramótaheit uppfyllt. Fór í prufu í byrjun des þar sem var tekið sýni til að tékka hvort maður væri með HIV, Lifrabólgu C og einnig blóðflokk og annað. Ég er 0 mínus og því afar vinsæll blóðgjafi, eitthvað með það að gera að allir geta fengið 0 mínus blóð, annars getur Anna örugglega útskýrt þetta eitthvað betur.
Þetta var ekkert mál og maður fann svo sem ekkert fyrir þessu. Hvet alla vini míni að fara og gefa blóð, þetta tekur enga stund, maður fær gott að borða og svo getur þetta bjargað mannslífum.
Annars er þetta næst á dagskrá og ég hef ekkert getað æft mig. Djöfull er ég að verða búinn að byrgja mig upp af afsökunum.
Svo ætla ég nú að gera svona árslista eins og allir aðrir, lofa honum samt ekki fyrir áramót.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli