Fyrst á dagskrá er að frúin mín hún Anna átti afmæli á föstudaginn fyrir viku, þeas 25. nóv er var stúlkan 23 ára í því tilefni var farið að borða á Hereford og var það alveg ágætt miðað við að allt er troðið í jólahlaðborðum á þessum tíma árs.
Næst var það Bítl sýningin sem var algjör snilld. Bjóst ekki við svona góðri sýningu og ekki var það verra að maður fékk boðsmiða.
Svo voru það Sigur Rós í höllinni. Var nú ekkert að missa mig eins og flestir fjölmiðlar yfir þessum tónleikum. Jújú, þeir voru alveg góðir en einhvern veginn vildi ég hafa þá rokkaðri. En Popplagið í lokin var náttúrulega bara rúgl. Hérna umfjöllun um tónleikana.
Þessi helgi var mun rólegri en sú seinasta og var það bara gott. Horfði á War of the Worlds sem er alveg drep leiðinleg. Nú er Spielberg alveg endanlega búinn að gera í buxurnar.
Þá var einnig horft á Before Sunset sem er alveg ágæt rómantísk mynd sem er eitt langt samtal. Virkar alveg og er ágætis tilbreyting frá þessum venjulegu rómantísku klisjum.
Annars vill ég einnig benda á að Liverpool eru fyrir ofan Arsenal og fátt virðist geta stoppað þá. Skemmtilegt það.
5.12.05
Kominn tími á mann...
Tja er ekki kominn tími til að losna við Seagal héðan sérstaklega eftir að hann brást manni svona rosalega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli