31.3.06

Hjóla + Charlie

Hjólaði í vinnuna í góða veðrinu í morgun. Það er ekkert smá frískandi að hjóla svona á morgnanna þá er maður vel vaknaður þegar maður mætir í vinnnu og svo á leiðinni heim getur maður kúplað sig út úr önnum dagsins. Ekki skemmir að vera með einhverja snilld í ipod-inum hennar Önnu. En hún fær bílinn í staðinn.
Horfði á Charlie and the Chocolate Factory í gær og var bara helvíti ánægður með hana. Vissi ekki alveg við hverjum maður ætti að búast og voru því væntingar ekki miklar. Johnny Depp er náttúrulega snillingur og fer á kostum og strákurinn sem leikur Charlie er einnig mjög góður.
Charlie and the Chocolate Factory fær 7 Örlish!

Fyrst það er föstudagur þá verður að fylgja smá bónus. Hérna er myndbandið með Silvíu Nótt, þeas nýja myndbandi á ensku. Hérna er það.

30.3.06

Pizza og DVD

Reykingar eru óþolandi. Ég bara skil bara ekki afhverju í andskotanum þetta getur ekki verið bannað á veitingastöðum. Ég og frú förum á Eldsmiðjuna í gær og þurftum frá að hverfa vegna þess að aðeins var laust á reyksvæði, og við vorum ekki að fara sitja með fólk ca. 50 cm metra frá okkur í báðar átti að spúa á okkur. No way José eins og þeir segja.



Þá var ákveðið að prufa nýja útibú Eldsmiðjunnar því eins og allir vita eru þetta langbestu pizzurnar í bænum. Staðurinn heitir Reykjavík Pizza Company og er á Laugarveginum. Ekkert að kvarta yfir pizzunum, mjög góðar en þar var einnig betri sætin fyrir reykingarmenn, alveg glatað. Þá var þjónustan þarna slæm eins og á Eldsmiðjunni. Jæja ekki meira um það.

Horfði á Derailed um helgina með Jennifer Aniston og Clive Owen. Myndin byrjar mjög rólega og er hálf leiðinleg til að byrja með. Þetta er svona mynd sem fer svo lítið í taugarnar á manni, allir gera allt vitlaust í myndinni "nei fara þarna, gera þetta" alltaf er það gert, ef þið skiljið mig.
Annars kom smá líf í hana í lokin sem bjargaði henni.
Derailed fær því 6 Örlish!

29.3.06

Bland í boka

Við strákarnir fórum til Siglufjarðar um helgina í mega skíðaferð (aka sukkferð). Þar var farið á drukkið , farið á skíði, drukkið og farið heim. Mjög gaman og mun ég henda inn myndum vonandi í vikunni. Förum samt ekkert nánar út í þessa ferð.

Í dag ákvað ég að koma að gagni og fara að gefa blóð enda er ég í 0- sem er víst svo kallað neyðar blóð. Manni líður alltaf vel (andlega) eftir að hafa gefið blóð, þá finnst manni eins og maður komi af einhverju gagni í þjóðfélaginu (ekki að mér finnist ég vera gagnlaus).

Svo maður fari svo aðeins út í tónlistina þá eru tónleikar með Badly Drawn Boy, Elbow og einhverjum fleirum 6.maí í Laugardalshöllinni. Miðasala hefst 7. apríl. Vill einhver vera memm á þessum tónleikum?

Og ef þið fílið Snow Patrol þá getið þið farið hingað og sótt 4 ný lög með þeim. Ég mæli með því.

23.3.06

Band of Horses

Band of Horses er frá rigninga borginni Seattle í USA og eru þeir að gefa út sína fyrstu plötu. Sá gripur heitir Everything All The Time. Ég náði mér í lag með þeim á einhverri bloggsíðu og heitir það The Funeral. Það lag er snilld en ekki veit ég meira um plötuna nema að hún fær 8.8 í Pitchfork.

Ég mæli með að þið náið ykkur í þessa plötu, eða kaupið hana á netinu því ég efast um að hún fáist hérna á landi.

Hérna er Rapidshare linkur á diskinn.
http://rapidshare.de/files/16111480/BOH-EATT.rar.html
Þetta er rar skrá sem passwordið er "theindieconnection" án gæsalappa.

Því segi ég bara verði ykkur að góðu.

22.3.06

Skattur og Liverpool

7-0, já ég sagði 7-0 fyrir Liverpool á móti Birmingham. Hver hefði trúað því að Liverpool ætti eftir að skora 15 í þremur leikjum eftir að Liverpool hafði gert jafntefli við Charlton, tapað á móti Benfica og Arsenal. Fyrir þessa þrjá leiki hafði Liverpool skorað 6 mörk í 11 leikjum. Þetta var algjör snilld og það var ekki laust við það að maður var farinn að vorkenna Birmingham mönnum því gjörsamlega allt fór inn. 9 skot á mark og 7 inn segir ansi mikið.
Svo er bara vona að hið ótrúlega gerist í kvöld og Newcastle slái Chelsea út.

Svo gekk maður frá skattinum í gærkvöldi en ekki fékk ég neina útreikninga sökum einhvers sem ég nenni ekki að skrifa um. En fínt að maður mundi nú að ganga frá þessu svo skattman myndi nú ekki éta mann.

20.3.06

TV

Ég horfði á Walk the Line um helgina. Fyrir þá sem ekki vita er það um ævi snillingsins Johnny Cash. Myndin sjálf er mjög góð og Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon leika mjög vel og syngja alveg ótrúlega vel líka. Þau sungu öll lögin í myndinni sjálf fyrir þá sem ekki vissu það.
Mér finnst Witherspoon eiga óskarinn skilið fyrir þessa frammistöðu og Phoenix hefði alveg mátt fá eitt stykki óskar einnig. En mæli sem sagt með Walk the Line og fær hún 8 Örlish!

Þá er Lost að koma sterkir inn aftur eftir nokkra lægð. Þetta eru samt sömu framleiðendur og gerðu Alias og þeir þættir eru nú frægir fyrir að draga lopann en vonandi fer spennan að magnast aftur.
En frétt dagsins er að Prison Break er að byrja eftur eftir langt hlé. Þetta eru geðveikir þættir og ekki sakar að aðalleikarinn leikur byggingarverkfræðing. Hversu oft hef ég sagt að það ætti að hætta með alla þessa lækna þætti og byrj að gera þætti um verkfræðinga?

19.3.06

Rás 2 rokkar hringinn

Á föstudagskvöldið fórum ég, Stebbi og Ívar á tónleika Rásar 2 með Vax, Dikta, Ampop og Hermigervil. Þar sem ég hlusta lítið á útvarp þá vissi ég lítið sem ekkert um Vax fyrir tónleikana en þeir voru mjög góðir og komu skemmtilega á óvart.
Dikta voru næstir á svið en ég var búinn að hlusta á nýja diskinn með þeim sem heitir Hunting for Happiness og er mjög góður og bjóst við miklu frá þeim. Þeir stóðu alveg fyrir sínu en eina sem ég hef yfir að kvarta er að þeir spiluðu ekkert af gamla diskinum sínum.
Næstir á svið voru Ampop sem voru líka búnir að gefa út disk (My Delusions) og ég einnig búinn að hlusta á hann. Þeir komu mér samt skemmtilega á óvart hve góðir þeir voru á sviði. Mjög flott hjá þeim og mæli eindregið með þeim.
Svo kom Hermigervill og loka kvöldinu og hlustuðum við á 2-3 lög áður en við fórum. Hann var jú mjög fyndin týpa en full mikið e pillu pop fyrir mig.

En sem sagt góðir tónleikar og ekki má gleyma að íslenskt er gott. Einnig var mjög góð mæting og Nasa alveg troðfullur. Þá vil ég þakka Kidda (Önnu bró) fyrir miðana.

Á leiðinni heim lentu við í skemmtilegri lífsreynslu. Það var nefnilega þannig að við löbbuðum framhjá ansi skemmtilegu pari sem var á fullu í einu horninu að mér sýndist að reyna að búa til barn.
Á þessari mynd má sjá parið "in action" en því miður var ég bara með myndavél á símanum mínum. Annars hefði þessi atburður verið myndaður betur.
En þó svo að við vorum að þvælast í kringum þau létu þau það ekkert stoppa sig. Ég segi nú bara meira af þessu!

16.3.06

DVD+ Liverpool + Fiskur

Við skulum bara klára þetta strax. Já ég hef séð bæði Miss Congeniality 1 og 2. Ég horfði á Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous í gærkvöldi og bara nokkuð sammála dóminum á imdb um að hún fái 5 Örlish!. Til að afsaka mig aðeins á því að hafa horft á þessa mynd þá vantaði mig einhverja stutta mynd til að horfa á svo maður færi nú ekki of seint að sofa skiljið...allar góðar myndir í dag eru einhverjir 2-3 tímar...einnig á ég hana á DVD og því varð að nýta þessa fjárfestingu. Myndin kostaði mig samt bara um 70 krónur þannig að ekki lemja mig næst þegar þið sjáið mig.

Þá vann LIVERPOOL stórsigur í gær á Fulham 5-1 takk fyrir dömur mínar og herrar, ég sagði 5-1. Loksins loksins loksins tókst Liverpool að skora.

Svo vil ég mæla með fiskversluninni Fylgifiskar sem er staðsett á Suðurlandsbraut 10. Alveg snilldar fiskbúð sem er með mjög góða og einfalda fiskrétti, bara að henda inn í ofn eða á pönnu. Allir réttir sem ég hef smakkað þarna eru snilld og ekki bjóst ég við að segja þetta þegar ég var 6 ára bölvandi mömmu fyrir að hafa fisk. En nú er fiskur einu sinni í viku í H23 og hana nú.

Jack Bauer...

-You can lead a horse to water. Jack Bauer can make him drink.

- If Jack Bauer was in a room with Hitler, Stalin, and Nina Meyers, and he had a gun with 2 bullets, he'd shoot Nina twice.

- If you wake up in the morning, it's because Jack Bauer spared your life.

- Upon hearing that he was played by Kiefer Sutherland, Jack Bauer killed Sutherland. Jack Bauer gets played by no man.

- Every time you masturbate Jack Bauer kills a terrorist. Not because you masturbated, but because that is how often he kills terrorists.

- Osama bin Laden's recent proposal for truce is a direct result of him finding out that Jack Bauer is, in fact, still alive.

- Jack Bauer once forgot where he put his keys. He then spent the next half-hour torturing himself until he gave up the location of the keys.

- Jack Bauer was never addicted to heroin. Heroin was addicted to Jack Bauer.

- 1.6 billion Chinese are angry with Jack Bauer. Sounds like a fair fight.

- Jack Bauer killed 93 people in just 4 days. Wait, that is a real fact.

- Jack Bauer doesn't miss. If he didn't hit you it's because he was shooting at another terrorist twelve miles away.

- Jack Bauer let the dogs out.

- Superman wears Jack Bauer pyjamas.

- Jack Bauer's favorite color is severe terror alert red. His second favorite color is violet, but just because it sounds like violent.

- If Jack and MacGyver were locked in a room together, Jack would make a bomb out of MacGyver and get out.

- Jack Bauer played Russian Roulette with a fully loaded gun and won.

- Lets get one thing straight, the only reason you are conscious right now is because Jack Bauer does not feel like carrying you.

- Killing Jack Bauer doesn't make him dead. It just makes him angry.

- The quickest way to a man's heart is through Jack Bauer's gun.

- Jack Bauer can get McDonald's breakfast after 10:30.

- Jack Bauer is the leading cause of death in Middle Eastern men.

- People with amnesia still remember Jack Bauer.

- It would only take 1 bullet for Jack Bauer to kill 50 Cent.

- Jack Bauer has been to Mars. That's why theres no life on Mars.

- When the boogie man goes to sleep, he checks his closet for Jack Bauer

- Simon Says should be renamed to Jack Bauer Says because if Jack Bauer says something then you better fucking do it.

12.3.06

Þverfellshorn

Ég og Kiddi fórum á Þverfellshorn Esjunar á laugardaginn. Veðrið var ágætt þegar við lögðum af stað en frekar slæmt þegar við vorum komnir upp. En fínt að komast í smá snjó.

Ég er að prófa nýja myndasíðu sem heitir flickr og setti myndir af þessari gönguferð inn.
Hérna er nýja síðan mín.

10.3.06

José González

Það eru tónleikar með þessum snilla og enginn nennir með mér. Ívar þykist vera blankur (er það orð til í dag?) og Árni úti.

Tónleikarnir eru á mánudaginn 13. mars og byrja þeir kl. 21:00. Þetta er svona kassagítarsrokk þeas hann einn með gítar að syngja. Hérna er hægt að hlusta á nokkur lög með honum.

Ef einhver nennir með mér endilega látið mig vita, hvað segja Partýbræður?

Annars er nú ekkert merkilegt planð um helgina og því lítið að segja frá...

8.3.06

Natalie Portman

Er ekki kominn tími til að blogga smá...

Þetta finnst mér ekkert smá töff.


Bara ef allar stjörnur tæki sig ekki of alvarlega.

Hvað skildi Atli segja um Star Wars gellinu sína?