19.3.06

Rás 2 rokkar hringinn

Á föstudagskvöldið fórum ég, Stebbi og Ívar á tónleika Rásar 2 með Vax, Dikta, Ampop og Hermigervil. Þar sem ég hlusta lítið á útvarp þá vissi ég lítið sem ekkert um Vax fyrir tónleikana en þeir voru mjög góðir og komu skemmtilega á óvart.
Dikta voru næstir á svið en ég var búinn að hlusta á nýja diskinn með þeim sem heitir Hunting for Happiness og er mjög góður og bjóst við miklu frá þeim. Þeir stóðu alveg fyrir sínu en eina sem ég hef yfir að kvarta er að þeir spiluðu ekkert af gamla diskinum sínum.
Næstir á svið voru Ampop sem voru líka búnir að gefa út disk (My Delusions) og ég einnig búinn að hlusta á hann. Þeir komu mér samt skemmtilega á óvart hve góðir þeir voru á sviði. Mjög flott hjá þeim og mæli eindregið með þeim.
Svo kom Hermigervill og loka kvöldinu og hlustuðum við á 2-3 lög áður en við fórum. Hann var jú mjög fyndin týpa en full mikið e pillu pop fyrir mig.

En sem sagt góðir tónleikar og ekki má gleyma að íslenskt er gott. Einnig var mjög góð mæting og Nasa alveg troðfullur. Þá vil ég þakka Kidda (Önnu bró) fyrir miðana.

Á leiðinni heim lentu við í skemmtilegri lífsreynslu. Það var nefnilega þannig að við löbbuðum framhjá ansi skemmtilegu pari sem var á fullu í einu horninu að mér sýndist að reyna að búa til barn.
Á þessari mynd má sjá parið "in action" en því miður var ég bara með myndavél á símanum mínum. Annars hefði þessi atburður verið myndaður betur.
En þó svo að við vorum að þvælast í kringum þau létu þau það ekkert stoppa sig. Ég segi nú bara meira af þessu!

Engin ummæli: