Reykingar eru óþolandi. Ég bara skil bara ekki afhverju í andskotanum þetta getur ekki verið bannað á veitingastöðum. Ég og frú förum á Eldsmiðjuna í gær og þurftum frá að hverfa vegna þess að aðeins var laust á reyksvæði, og við vorum ekki að fara sitja með fólk ca. 50 cm metra frá okkur í báðar átti að spúa á okkur. No way José eins og þeir segja.
Þá var ákveðið að prufa nýja útibú Eldsmiðjunnar því eins og allir vita eru þetta langbestu pizzurnar í bænum. Staðurinn heitir Reykjavík Pizza Company og er á Laugarveginum. Ekkert að kvarta yfir pizzunum, mjög góðar en þar var einnig betri sætin fyrir reykingarmenn, alveg glatað. Þá var þjónustan þarna slæm eins og á Eldsmiðjunni. Jæja ekki meira um það.
Horfði á Derailed um helgina með Jennifer Aniston og Clive Owen. Myndin byrjar mjög rólega og er hálf leiðinleg til að byrja með. Þetta er svona mynd sem fer svo lítið í taugarnar á manni, allir gera allt vitlaust í myndinni "nei fara þarna, gera þetta" alltaf er það gert, ef þið skiljið mig. Annars kom smá líf í hana í lokin sem bjargaði henni. Derailed fær því 6 Örlish!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli