7-0, já ég sagði 7-0 fyrir Liverpool á móti Birmingham. Hver hefði trúað því að Liverpool ætti eftir að skora 15 í þremur leikjum eftir að Liverpool hafði gert jafntefli við Charlton, tapað á móti Benfica og Arsenal. Fyrir þessa þrjá leiki hafði Liverpool skorað 6 mörk í 11 leikjum. Þetta var algjör snilld og það var ekki laust við það að maður var farinn að vorkenna Birmingham mönnum því gjörsamlega allt fór inn. 9 skot á mark og 7 inn segir ansi mikið.
Svo er bara vona að hið ótrúlega gerist í kvöld og Newcastle slái Chelsea út.
Svo gekk maður frá skattinum í gærkvöldi en ekki fékk ég neina útreikninga sökum einhvers sem ég nenni ekki að skrifa um. En fínt að maður mundi nú að ganga frá þessu svo skattman myndi nú ekki éta mann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli