Hjólaði í vinnuna í góða veðrinu í morgun. Það er ekkert smá frískandi að hjóla svona á morgnanna þá er maður vel vaknaður þegar maður mætir í vinnnu og svo á leiðinni heim getur maður kúplað sig út úr önnum dagsins. Ekki skemmir að vera með einhverja snilld í ipod-inum hennar Önnu. En hún fær bílinn í staðinn.

Horfði á
Charlie and the Chocolate Factory í gær og var bara helvíti ánægður með hana. Vissi ekki alveg við hverjum maður ætti að búast og voru því væntingar ekki miklar. Johnny Depp er náttúrulega snillingur og fer á kostum og strákurinn sem leikur Charlie er einnig mjög góður.
Charlie and the Chocolate Factory fær 7 Örlish!
Fyrst það er föstudagur þá verður að fylgja smá bónus. Hérna er myndbandið með Silvíu Nótt, þeas nýja myndbandi á ensku.
Hérna er það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli