
Emiliana var fín, var stutt og mikil læti inni og allir að reyna að koma sér fyrir. Var búinn að sjá hana á sama stað og heyra sömu lögin áður.
Það var talsverð bið eftir Belle & Sebastian enda mikið að skipuleggja til að koma öllum fyrir. Belle & Sebastian voru alveg frábær og ekki sakaði að maður var á topp stað. Tóku fullt af lögum, bæði nýjum og einnig fullt af gömlum lögum.

Annnars var ég ótrúlega ánægður að sjá þessa hljómsveit loksins á tónleikum. Stebbi á svo heiðurinn á því að kynna mig fyrir þessari hljómsveit 1998. Takk fyrir það.
Svo vil ég biðja Árna um að sleppa því að taka Örvar Geir vin sinn með sér næst þegar við förum saman eitthvað, það bara gengur ekki að hafa tvo Örvara á sama fermeter, það veldur bara misskilningi.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli