1.8.06

Sumó og Sigur Rós

Helgin var ekkert smá góð. Ég og frúin fórum upp í bústað í afslöppun og var það mjög notalegt. Svo skrapp ég í golf með strákunum snemma á laugardaginn. Það gekk ekkert alltof vel þannig að það hafði örlítil áhrif á þessa afslöppunar helgi en maður má ekki taka það of nærri sér, sérstaklega þegar þetta var annað skiptið í golf í sumar.

Það var mjög gott veður á laugardaginn og tengdó lét sjá sig upp í bústað í kaffi og einn besta mat sem ég hef smakkað. Það er fátt betra en humar með nóg af hvítlauk, verst að við vorum ekki með hvítvín og því lét ég bjórinn nægja. (hérna vantar eiginlega mynd af humrinum en hún kemur seinna).

Á sunnudaginn spilaði svo TLC og vann auðveldlega 6-0. Eftir leikinn var svo farið á magnaða tónleika með Sigur Rós á Klambratúni aka Miklatúni. Popplagið í lokin er eitt það magnaðasta sem maður hefur heyrt, þetta lag er náttúrulega ekki hægt. Þá var mjög flott stemmning þarna og Óli Grís (forseti) lét meira að segja sjá sig. (hérna á að koma mynd af Óla og Dorit sem ég tók af þeim, kemur seinna). Góðir tónleikar og fá þeir fullt hús hjá mér.

Engin ummæli: