Þegar maður er orðinn pabbi þá áttar maður sig loksins á því hvaðan þetta orðatiltæki er komið. Meistarinn var nývaknaður og náði þessari svaka bombu upp á bak, gott hjá honum.
Þá var tekið stórt skref í gærkvöldi í að velja nafn á drenginn. Upphaflega voru 11 nöfn og nú höfum við náð að skera þetta niður í 3. Þannig að ákvörðun um nafn á drenginn verður vonandi tekin um helgina. usssss, spennó.
Annars er maður nokkuð stressaður með fótboltann heima.
Breiðablik mætir Keflavík í dag í loka umferð Landsbanka deildarinnar og verður að vinna eða ná stigi til að halda sér uppi. Grindavík fá FH í heimsókn og erfitt að gera sér grein fyrir áhuga FH á að mæta af fullum krafti í þann leik. Þá er Víkingur - ÍA einnig og vonandi vinnur ÍA þann leik, þó svo ég voni að Grindavík falli.
Eina góða við þetta er að Keflavík eru að fara spila úrslitaleik í bikarnum næstu helgi þannig að þeir eru vonandi að hugsa um þennan leik.
Það var svo horft á
Fun with Dick and Jane í gær. Fín mynd en ekki mikið meira en það. Fær 7 Ö.
Það eru nú um 3 mánuðir síðan ég fór að djamma og hef nú ekkert saknað þess voðarlega en ég verð nú að viðurkenna að ég væri alveg til í að vera á klakanum í dag og mæta í
matarklúbbinn sem
Ívar heldur í þetta skiptið. Uss það verður örugglega gaman hjá þeim í kvöld.
Þá verður maður að halda áfram að læra.