28.9.06

Nafnið mitt er...

Þessi litli kall er kominn með nafn.

Ömmurnar eru búnir að fá að giska á rétt nafn og tókst það hjá þeim báðum furðu snemma. Nú geta aðrir prófað...
Fleiri vísbendingar koma svo á morgun ef þetta gengur illa.

Annars er ég búinn að vera hér í mánuð í dag, magnað hvað þetta er fjlótt að líða.

Þá á Styrmir bróðir afmæli í dag, strákurinn orðinn 29 ára, til hamingju með það gamli. Það eina sem þú færð í afmælisgjöf frá mér er símtal. En hérna (á myndinni) erum við bræður og Styrmir meira að segja með bindi.

25.9.06

Gamli bærinn

Helgin var mjög góð, ekki bara fótboltalega séð. Fórum í langann göngutúr niður í gamla bæ á laugardaginn og löbbuðum í meira en tvo tíma í frábæru veðri (eins og myndirnar sínar) á meðan litli maðurinn svaf. Ótrúlega fallegt að labba um bæinn í svona góðu veðri og skoða allar byggingarnar og mannlífið.

Til að skoða myndirnar þá farið þið þar sem nýjasta myndin er og þá er hægt að fletta í gegnum allar myndirnar með því að klikka á hægri myndina (af tveimur myndum) undir orvar's photostream í hægra megin á síðunni, vona að þetta hjálpi. Á reyndar eftir að skrifa við myndirnar en kannski ég geri það seinna í kvöld.

Fundum svo skemmtilega gönguleið nálægt Moholti á sunnudeginum sem er ekki nálægt neinum umferðargötum. Mjög fínt labba það og einnig í góðu veðri.

Veðrið kemur manni skemmtilega á óvart. Maður áttar sig ekki beint á þessu og þarf yfirleitt að tékka á netið og skoða hvað hitastigið er og reyna að klæða sig eftir því og samt klæðir maður sig yfirleitt í of mikið.

Þá horfðum við á Running Scared á laugardaginn og var hún frekar döpur. Gengur einhverveginn ekki upp. Fær 5 Ö.

Jæja þarf maður ekki að fara læra smá.

23.9.06

Góður fótboltadagur

Blikarnir enduðu í 5 sæti í Landsbankadeildinni. Unnu Keflavík 2-1 eftir að hafa komist í 2-0 og Maggi Palli hetja dagsins, ótrúlegt en satt.
Þannig á næsta sumar verða tvö lið úr Kópavogi í úrvalsdeildinni. Það verður gaman að fara á Kópavogsvöllinni næsta sumar og horfa á Breiðablik - hk, eða á ég að segja að horfa á Breiðablik vinna hk.

Þá er Liverpool einnig komið á gott skrið í ensku og unnu Tottenham 3-0. Sá ekki leikinn en náði í mörkin á netinu og voru þau af dýrari gerðinni. Hérna eru við feðgarnir í tilefni dagsins. Litli meistarinn í búningi frá Arnari frænda sem er svona 2-3 árum of stór en það gerir ekkert til. Svo er ekki verra að manutd gerði jafntefli.

Þá er bara að vona að TLC vinni Elliða í 8-liða úrslitum í utandeildinni á morgun og sömuleiðis Barca vinni Valencia og svo einnig að Rosenborg vinni sinn leik á mánudaginn. Þá er þetta fullkomin fótboltahelgi.

Að skíta upp á bak

Þegar maður er orðinn pabbi þá áttar maður sig loksins á því hvaðan þetta orðatiltæki er komið. Meistarinn var nývaknaður og náði þessari svaka bombu upp á bak, gott hjá honum.

Þá var tekið stórt skref í gærkvöldi í að velja nafn á drenginn. Upphaflega voru 11 nöfn og nú höfum við náð að skera þetta niður í 3. Þannig að ákvörðun um nafn á drenginn verður vonandi tekin um helgina. usssss, spennó.

Annars er maður nokkuð stressaður með fótboltann heima. Breiðablik mætir Keflavík í dag í loka umferð Landsbanka deildarinnar og verður að vinna eða ná stigi til að halda sér uppi. Grindavík fá FH í heimsókn og erfitt að gera sér grein fyrir áhuga FH á að mæta af fullum krafti í þann leik. Þá er Víkingur - ÍA einnig og vonandi vinnur ÍA þann leik, þó svo ég voni að Grindavík falli.
Eina góða við þetta er að Keflavík eru að fara spila úrslitaleik í bikarnum næstu helgi þannig að þeir eru vonandi að hugsa um þennan leik.

Það var svo horft á Fun with Dick and Jane í gær. Fín mynd en ekki mikið meira en það. Fær 7 Ö.

Það eru nú um 3 mánuðir síðan ég fór að djamma og hef nú ekkert saknað þess voðarlega en ég verð nú að viðurkenna að ég væri alveg til í að vera á klakanum í dag og mæta í matarklúbbinn sem Ívar heldur í þetta skiptið. Uss það verður örugglega gaman hjá þeim í kvöld.

Þá verður maður að halda áfram að læra.

22.9.06

Fréttir frá Norge

Allt gott að frétta héðan frá okkur.
Þessi vika var nú mun rólegri en sú seinasta. Búinn að vera smá tími til að vera í pabba leik og hjálpa til heima fyrir. Veðrið er búið að vera ágætt þó svo að það hafi rignt nokkuð í vikunni en það er eins og mesta rigningin sé á kvöldin og á nótunni. Þá er einnig komið gott veður núna, sól og 20°C.

Maður er að komast í betri rútínu í skólanum, veit hvenær á að skila hverju og ca. hvað þetta tekur allt langan tíma. En norskan er samt ekkert að skána hjá mér, held að Anna sé miklu betri en ég þó svo að ég hafi verið að hlusta á þetta í 4 vikur.

Af litla manninum er allt gott að frétta. Hann er að berjast við að reyna að halda haus og gengur það ágætlega. Hann er nokkuð góður að hreyfa hann til þegar hann liggur á maganum.

Hann er nú þegar kominn með nokkur áhugamál. Það fyrsta er að gubba á foreldra sína þegar þau eru í nýkomin í hrein föt. Þá er einnig mikið sport að pissa útfyrir bleyjuna sína og það skiptir engu hvort hann sé í fanginu á foreldrum sínum eða sofandi upp í rúmi, einhvernvegin tekst honum þetta foreldrum sínum til mikillar gleði.
Þá erum við (lesist Anna) að reyna að koma smá vanagangi á hann, hvenær hann á að drekka og sofa á daginn og þess háttar, gengur hægt en við erum allavega byrjuð.

Nóg í bili.
Med venlig hilsen
Örvar

21.9.06

Víííí

Það er kominn helgi hjá mér þar sem ég er ekki í skólanum á föstudögum.
Það væri nú gott að geta sofið út um helgina en einhvern veginn læðist að mér sá grunur að það verði ekki hægt.

18.9.06

Miðbær og Korsvika

Nú er veðrir búið að vera alveg frábært í viku eða síðan tendó fóru héðan, skildi þetta tengjast eitthvað? Það er búið að vera sól, 15-20°C hiti og logn alla vikuna. Ekki alltaf sem maður fær svona veður í september.

Eftir mjög annasama viku var helgin tekin í afslöppun og að kynnast aðeins Þrándheimi. Á laugardeginum fórum við að rölta niður í miðbæ en litli maðurinn var ekki mjög sáttur við það þannig að við gátum ekki verið þar nema ca. klst. Þá var ákveðið kíkja í Korsvika sem er eiginlega Nauthólsvík þeirra Þrándheimbúa. Skoðuðum okkur aðeins um þar en ákváðum að kíkja aftur daginn eftir í göngutúr um það svæði.

Eins og ég sagði áðan kíktum við svo á sunnudaginn í Korsvika sem er mjög fallegt svæði. Fórum þar í göngutúr en lentum svo eiginlega niður á iðnarhöfn og snérum því við og fórum í hina áttina. Þar var betra útsýni og fallegra og mjög gott að geta framlegt sumarið svona því það er ekkert að því að labba um í sól og 17°C hita.

Þá er ég einnig búinn að setja myndir helgarinnar inná netið.
http://www.flickr.com/photos/orvars/

Ha det bra
Örvar

Ljósmyndir frá Noregi

Var að setja inn fullt fullt af myndum inná ljósmyndasíðuna mína. Þetta eru myndir frá 2. sept til 16. sept.
Hérna er linkur á fyrstu myndina.
http://www.flickr.com/photos/orvars/245467056/
Til að fletta svo í gegnum nýjustu myndirnar smelli þið á myndirnar hægra megin á síðunni undir orvars' photostream. Þar er smellt á hægri myndina (IKEA) þá farið þið í réttri tímaröð áfram....

Vonandi fatti þið þetta.
Annars er hérna linkur á allar myndirnar.
http://www.flickr.com/photos/orvars/

Fleiri myndir frá helginni koma svo seinna í dag.

Vi snakkes
Hilsen Ørvar

16.9.06

Skole

Það er tímabært að láta í sér heyra. Hef haft lítinn tíma í að vera gera eitthvað annað en að læra og sjá um drenginn, þó svo að Anna beri nú mesta hitan af drengnum þessa dagana.

Var að skila stóru verkefni í Anleggsteknikk eða Construction Engineering. Þetta er próflaus áfangi og þess vegna er mikil vinna í verkefnum. Þetta var eitt af fjórum verkefnum í þessu fagi og var ég mjög feginn í gærkvöldi þegar ég ýtti á send takkann á tölvunni.

Ég er sem sagt í fjórum fögum sem er fullt nám hérna úti. Þessi fög eru:
Finite Element Methods 1
Construction Engineering
Concrete Technology
Steel and Aluminium Structures

Það er búið að vera mikið af verkefnum í Steel og FEM fögunum og þennig hafa hin fögin setið aðeins á hakanum þangað til að stóra verkefnið kom í Anleggsteknikk. Þessi fög eru öll kennd á norsku og er allt efni á norku nema í FEM þar er bókin á ensku og einnig glærurnar sem er ágætis tilbreyting.
Þetta eru allt áhugaverð fög en mis vel gengur að skilja kennarana, get nú ekki sagt að ég skilji mikið í sumum þeirra eða norsku yfir höfuð. Gengur reyndar ágætlega að lesa efnið.
Skólinn er líka mjög flottur og öll aðstaða til fyrirmyndar. Ég setti nokkrar myndir af skólanum á netið og er hægt að finna þær hér.

Þetta er ágætt í bili og nú skal ég reyna að vera duglegri að koma með fréttir frá Þrándheimi.

Ha det bra fra Trondheim
Ørvar

10.9.06

Herman Kragsvei 30

Þá er kominn tími til að kynna heimilið okkar næstu tvö árin. Við erum sem sagt flutt til Þrándheims í Noregi. Við búum í íbúð 41 á Herman Kragsvei 30 í Moholti, sem er stúdentaíbúðir og er þetta mjög vinalegt hverfi. Það eru nokkrar búðir mjög nálægt og svo er leikskóli við hliðiná á húsinu.

Íbúðin er 51 fermetrar og saman stendur af: Stofu, eldhúsi, gangi, klósetti, baðherbergi, svefnherbergi með litlu barnaherbergi og svo lítil geymsla.

Síminn hjá okkur er: (0047) 73888412. Það er sem er inní sviga er ef þú ert að hringja frá Íslandi.

Hérna eru myndir af íbúðinni í slideshow-i: Hermankragsvei30.

Þá eru komnar fleiri myndir inná síðuna mína.

3.9.06

Ferðamyndir

Þá eru myndirnar af ferðalaginu frá Kópavogi (Íslandi) til Þrándheims í Noregi komnar á netið. Myndir varð batteríslaus í DK en náði samt nokkrum myndum eftir það. Hérna eru þær:
http://www.flickr.com/photos/orvars/

Þá eru einnig komnar nýjar myndir inná barnalandssíðuna.

1.9.06

Flugvöllur og IKEA

Þá sameinast fjöldskyldan bráðum á ný.

Er að stytta mér stundir á meðan ég bíð eftir því að Anna og kúturinn minn komi frá Íslandi til Þrándheims. Þau lenda eftir ca. 1,5 klst og ég hlakka alveg ótrúlega til.

Litli kúturinn dafnar mjög vel og er orðinn 4300 gr og 54 cm hvorki meira né minna. Hefur því þyngst um ca. 600 gr. frá því að ég sá hann seinast sem er ekkert smá mikið.
Þá var farið í fyrstu ferðina í IKEA í dag og keypt barnarúm sem drengur fær í sængurgjöf frá Ömmu og Afa í Kambaseli. Þá var líka keypt hitt og þetta á heimilið og einnig auka sæng og koddi fyrir þá sem vilja kíkja til Þrándheims :)

Svo koma glænýjar myndir frá Þrándheimi á morgun.