22.9.06

Fréttir frá Norge

Allt gott að frétta héðan frá okkur.
Þessi vika var nú mun rólegri en sú seinasta. Búinn að vera smá tími til að vera í pabba leik og hjálpa til heima fyrir. Veðrið er búið að vera ágætt þó svo að það hafi rignt nokkuð í vikunni en það er eins og mesta rigningin sé á kvöldin og á nótunni. Þá er einnig komið gott veður núna, sól og 20°C.

Maður er að komast í betri rútínu í skólanum, veit hvenær á að skila hverju og ca. hvað þetta tekur allt langan tíma. En norskan er samt ekkert að skána hjá mér, held að Anna sé miklu betri en ég þó svo að ég hafi verið að hlusta á þetta í 4 vikur.

Af litla manninum er allt gott að frétta. Hann er að berjast við að reyna að halda haus og gengur það ágætlega. Hann er nokkuð góður að hreyfa hann til þegar hann liggur á maganum.

Hann er nú þegar kominn með nokkur áhugamál. Það fyrsta er að gubba á foreldra sína þegar þau eru í nýkomin í hrein föt. Þá er einnig mikið sport að pissa útfyrir bleyjuna sína og það skiptir engu hvort hann sé í fanginu á foreldrum sínum eða sofandi upp í rúmi, einhvernvegin tekst honum þetta foreldrum sínum til mikillar gleði.
Þá erum við (lesist Anna) að reyna að koma smá vanagangi á hann, hvenær hann á að drekka og sofa á daginn og þess háttar, gengur hægt en við erum allavega byrjuð.

Nóg í bili.
Med venlig hilsen
Örvar

Engin ummæli: