Þá sameinast fjöldskyldan bráðum á ný.

Er að stytta mér stundir á meðan ég bíð eftir því að Anna og
kúturinn minn komi frá Íslandi til Þrándheims. Þau lenda eftir ca. 1,5 klst og ég hlakka alveg ótrúlega til.
Litli kúturinn dafnar mjög vel og er orðinn 4300 gr og 54 cm hvorki meira né minna. Hefur því þyngst um ca. 600 gr. frá því að ég sá hann seinast sem er ekkert smá mikið.

Þá var farið í fyrstu ferðina í IKEA í dag og keypt barnarúm sem drengur fær í sængurgjöf frá Ömmu og Afa í Kambaseli. Þá var líka keypt hitt og þetta á heimilið og einnig auka sæng og koddi fyrir þá sem vilja kíkja til
Þrándheims :)
Svo koma glænýjar myndir frá Þrándheimi á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli