25.9.06

Gamli bærinn

Helgin var mjög góð, ekki bara fótboltalega séð. Fórum í langann göngutúr niður í gamla bæ á laugardaginn og löbbuðum í meira en tvo tíma í frábæru veðri (eins og myndirnar sínar) á meðan litli maðurinn svaf. Ótrúlega fallegt að labba um bæinn í svona góðu veðri og skoða allar byggingarnar og mannlífið.

Til að skoða myndirnar þá farið þið þar sem nýjasta myndin er og þá er hægt að fletta í gegnum allar myndirnar með því að klikka á hægri myndina (af tveimur myndum) undir orvar's photostream í hægra megin á síðunni, vona að þetta hjálpi. Á reyndar eftir að skrifa við myndirnar en kannski ég geri það seinna í kvöld.

Fundum svo skemmtilega gönguleið nálægt Moholti á sunnudeginum sem er ekki nálægt neinum umferðargötum. Mjög fínt labba það og einnig í góðu veðri.

Veðrið kemur manni skemmtilega á óvart. Maður áttar sig ekki beint á þessu og þarf yfirleitt að tékka á netið og skoða hvað hitastigið er og reyna að klæða sig eftir því og samt klæðir maður sig yfirleitt í of mikið.

Þá horfðum við á Running Scared á laugardaginn og var hún frekar döpur. Gengur einhverveginn ekki upp. Fær 5 Ö.

Jæja þarf maður ekki að fara læra smá.

Engin ummæli: