
Allavega startaði Jón Haukur síðunni eftir að ég var búinn að nöldra mikið í honum um að maður fengi aldrei að sjá myndir frá þeim. En nú er betri tíð og myndir detta inn nokkuð reglulega.
Gott framtak og alltaf gaman að geta fylgst með úr fjarska. Skiptir ekki hvort það sé verið að fylgjast með byggingarframkvæmdum, Guðrúnu frænku eða skoða myndir úr ferðalögum.
Þess má geta að Jón Haukur byrjaði að fá ljósmyndadelluna þegar hann var í grunnskóla (að ég held). Stofnaði skáta ljósmyndaklúbb og var að kenna ljósmyndun í einhverjum grunnskólum, bara svona fyrir þá sem ekki vissu þetta.
Hérna er svo linkur á síðuna:
http://jonhaukur.smugmug.com/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli