11.2.07

Mæðradagurinn

Það er mæðdragurinn í dag og ég verð að viðurkenna að þetta fór alveg framhjá mér fyrr en Anna minnti mig á það. Ekki að standa mig fyrir Kára hönd! En Kári bað mig um að setja þessa mynd af þeim mæðgininum í tilefni dagsins og skila því til hennar að hún væri besta mamma í heimi og hann elskaði hana mest í heimi. Reyndi svo einnig að vera góður við Önnu fyrir Kára hönd.

Þá vildi ég nú einnig óska móður minni til hamingju með daginn, til hamingju með daginn elsku mamma mín. Þú færð þessa mynd af syni þínum og barnabarni í tilefni dagsins.

Eins og sést á myndinni fór ég í klippingu líkt og Kári. Nú erum við feðgarnir með alveg eins klippingu. Man ekki hvort ég var búinn að tala um það hérna en Kári var sem sagt snoðaður fyrir rúmri viku síðan. Var kominn með mis sítt hár og einnig mismunandi á litinn. Ég fylgdi svo í kjölfarið um helgina og lét hárið fjúka enda var það komið á það stig að maður var farinn að þurfa að greiða sér, sem gengur náttúrulega ekki.

Engin ummæli: