Það var búið að vera mjög mikið frost undanfarnar vikur hérna í Þrándheimi en hitastigið virðist hafa rokið upp um leið og Kambó gengið steig upp í flugvélina til Þrándheims. Og að sjálfsögðu lækkaði það aftur þegar ég var að keyra til baka frá flugvellinum eftir að hafa skutlað Arnari útá völl. Það var svo einnig farið á skíði á miðvikudagskvöldið með Herði og þá var frostið komið aftur og var eitthvað um -14° upp í fjalli og alveg skítkalt.
Það var stíf dagskrá allan tíman sem tengdó voru hér og var náð að gera alveg fullt sem verður ekki útlistað nánar. Veislumáltíð á hverjum degi og mjög gaman að hafa þau í heimsókn.
Takk fyrir komuna, þið eruð alltaf velkomin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli