10.4.07

Picasa web album

Mamma og pabbi í heimsókn
Var að setja inn myndir frá heimsókn mömmu og pabba. Er að prófa nýja heimasíðu til að geyma myndirnar mínar, klikkið á myndina hérna fyrir ofan til að komast inn.

Þessa myndir eru á Picasa sem er ókeypis forrit frá Google. Maður er með eitthvað í kringum 1 GB svo það ætti að duga mér í nokkuð góðan tíma. Hérna er linkur á síðuna:
http://picasaweb.google.com/orvars

Ég er að spá í að nota þessa síðu undir myndirnar frá heimsóknum og daglegu lífi en flickr verður meira svona ljósmyndatengt...eitthvað þannig, er samt ennþá að skoða þetta allt saman.

Páskafríið var mjög gott og hvíldin var vel þegin. Fórum í matarboð um helgina til Jóa og Kittýar þar sem boðið var upp ljúffenga steinasteik, mjög gott. Svo á páskadag fengum við okkur hreindýr sem var alveg frábært.

En nú tekur hversdagsleikinn aftur við, farinn að læra á fullu enda nálgast skiladagur á nokkrum verkefnum.

Engin ummæli: