5.4.07

Páskar í Þrándheimi

Nú er Páskafríið formlega byrjað hérna í Þrándheimi. Bærinn er frekar daufur um að litast enda virðist megin þorri íbúa Þrándheims hafa farið eitthvað burt um Páskana. Hvort sem maður er að labba hérna í Moholti eða niður í bæ, það virðist enginn vera á ferð. Flest allar búðir eru lokaðar yfir Páskana. Þetta er annað en heima, mætti samt vera smá millivegur frá því hvernig þetta er hér og heima.

Það var mjög gaman að hafa m&p í heimsókn en þau flugu heim í dag eftir að hafa verið hér í ca. 6 daga. Ég var búinn að lofa þeim að vorið væri komið í Þrándheimi en gat ekki alveg staðið við það. Þó svo að veðrið hafi nú alveg sloppið þá var það nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, kalt og oft rok og rigning. Dagurinn í dag toppaði svo allt því þegar við vöknuðum í morgun var allt hvítt úti, það er svo búið að snjóa í allan dag og einnig nokkuð rok. Var í fréttunum að þetta sé versta Páska veðrið hérna í Norge í mörg ár.

Engin ummæli: