28.6.07

Svalur.is

Vildi bara láta fólk vita að það eru komnar fullt af myndum inná barnaland. Ég er ekki búinn að vera standa mig í myndamálum en Anna er alltaf sami dugnaðarfákurinn.
Hérna er Kári, fólk hóar bara ef það vantar lykilorðið.

Annars er júní bara að verða búinn, djíses hvað þetta líður hratt.

26.6.07

Blóð / Hjól

Fór á hjólinu og gaf blóð, uss hvað maður er duglegur

22.6.07

Evrópumótið í handknattleik

Hver vill koma í heimsókn í janúar 2008 til Þrándheims?

Nú er það komið á hreint að Ísland verður í D-riðli á Evrópumótinu í handbolta og fer sá riðill fram í Þrándheimi, frétt.

D-riðill, Þrándheimi:
Ísland
Frakkland
Svíþjóð
Slóvakía

Þannig að hver ætlar að bóka pláss í Þrándheimi 17. janúar?

Fyrir Star Wars nörda

Ekki mikið að frétta héðan. Hérna er smá fyrir Star Wars nördana, algjör snilld!

21.6.07

Veðurfréttir

Úff greyjið konan.

Hélt fyrst að þetta væri atriði úr Svínasúpunni.

20.6.07

ammli

Maður hefur ekki verið að standa sig í blogginu, lofa ekki bótum í þeim málum fyrr en hausta tekur.

Það mjög furðulegt að vera einn með Kára á 17. júní (Anna var að vinna um nóttina). Mér leið eins og Audda Blö í einu Svínasúpu atriði, langaði helst til að vera með skilti sem stóð á að ég væri ekki helgarpabbi :)

Fór á Air tónleikana í gærkvöldi með Kidda. Nokkuð góðir tónleikar, tóku alla helstu "slagarana" ásamt efni frá nýju plötunni. Nokkur alveg helvíti mögnuð lög þegar þeir gáfu smá extra í lögin, djöfull væri ég til í að vera trommuleikari á svona stórum tónleikum og þá helst með Sigurrós í Popplaginu.

Svo er það mál málana í dag, ætli maður sé ekki bara orðinn 28 ára, uss hvað maður er ungur...

15.6.07

Taflan

Við skulum hafa eitt á hreinu, tafla, að Breiðblik er betra félag en hk, punktur.

Ætla rétt svo að vona að KR geri eitthvað í næsta leik, það er eitthvað að ef litli bróðir er ofar en stóri...

Hvað er málið með Magga Palla, get nú alveg sagt að ég átti ekki von á því að hann væri með markahæstu mönnum á íslandsmótinu, ekkert nema gott um það að segja.

8.6.07

Helgi

Fyrstu vinnuvikunni er formlega lokið og það er komin helgi, það sem meira er að það er gott veður...svei mér það!

Helgi

Fyrstu vinnuvikunni er formlega lokið og það er komin helgi, það sem meira er að það er gott veður...svei mér það!

6.6.07

Slúður

Persónulega væri ég alveg til í að þetta slúður væri satt, veit samt ekki hvað Arsenal vinir mínir myndu segja um það!
Liverpool.is
Liverpool bloggið

4.6.07

Ísland

Ég og Anna daginn sem ég kom heim, (31.05.2007)

Þá er maður kominn til landsins í góða veðrið, búið að vera rok og rigning frá því að ég steig fæti inná skerið á meðan það er sól og sumar í Norge. Er þetta ekki alltaf svona?

Búið að vera mikið að gera eftir að maður kom heim. Skoða fullt af húsum og íbúðum, fara í heimsóknir, spila einn fótboltaleik og fara upp í bústað og allt þetta á 4 dögum.

Loksins kominn "heim" til Kára (31.05.2997)

Kíktum til Í&A á föstudagskvöldið til að skoða Elmar Daða. Mér þykir alveg ótrúlegt að hann sé svipað stór og Kári var þegar hann kom heim um jólin, manni fannst Kári vera orðinn svo stór þá! Mjög gaman að fá pössun og geta kíkt í kvöld heimsókn án Kára, föttuðum að þetta var aðeins í annað skiptið sem við fengum kvöld pössun fyrir drenginn (ekki að Kári sé eitthvað leiðinlegur, bara gott að fá frí stundum).

Áttaði mig svo á því að maður þarf víst að vera í formi til að spila fótboltaleik og er af þeim sökum að farast úr harðsperrum þessa dagana. Svo var það matarboð hjá Styrmi og Ragnheiði á laugardaginn þar sem Kári sýndi listir sínar í því hvernig eigi að detta á hausinn, var mjög fær í því þetta kvöldið.

Á sunnudeginum var svo brunað upp í bústað í smá vinnuferð. Eitt af því sem ég hef saknað mest frá því að við fluttum til Noregs var að komast ekki upp í bústað. Frábært að komast þangað þó svo að það hafi nú ekki verið í meira en einn dag og í roki og rigningu.

Í dag tók svo alvaran við. Ég byrjaði aftur að vinna en var stuttan dag og tók svo við af Önnu sem var einnig að mæta í vinnuna í fyrsta skipti frá því að Kári fæddist. Fæðingarorlofinu er því formlega lokið.

Fyrir þá sem ekki vita þá gistum við í H23 þessa mánuði á meðan við erum heima og ég er með gamla símanúmerið mitt.

Nóg í bili.