6.7.07

Markið fræga

Ég sá markið í sjónvarpinu og horfði svo á bæði Ísland í dag og einnig Kastljós. Það sem ég held er að:

Bjarni hafi skorað óvart, held að það sé alveg á hreinu. Aftur á móti þoli ég ekki þegar lið sparkar boltanum útaf á vallarhelming andstæðinga og er svo skilað boltanum upp við hornfána á sínum eigin vallarhelming og andstæðingurinn pressar eftir á. Held að það sé það sem Bjarni hafi ætlað sér.

Auðvitað átti Guðjón að skipa sínu liði að skora sjálfsmark, þó svo að Keflvíkingar hafi brugðist reiðir við. Tek þessa afsökun ekki gilda.

Hvað ætluðu þessir Keflvíkingar að gera við Bjarna þegar þeir hlaupa á eftir honum upp í klefa, lá þeim svona mikið á að tala við hann? Setja þessa menn í bann og ekkert annað.

Báðir þjálfarar koma einstaklega illa frá þessu máli, hver lýgur meira veit ég ekki.

Þannig að sá sem kemur út úr þessu með mestri reisn (að mínu mati) er Bjarni Guðjónsson.

Engin ummæli: