3.7.07

Svalasti karakter kvikmyndasögunnar?

Gerast þeir eitthvað svalari en John McClane? Held að svarið sé nei.

Ég og Árni fórum í nostalgíu ferð á Die Hard 4.0 í gærkvöldi og báðir með varan á gagnvart þeirri nýju, því hinar þrjár eru náttúrulega tær meistaraverk.

En þegar við gengum út úr Regnboganum vorum við sælir og glaðir eins og 16 ára unglingar 1995 þegar við löbbuðum heim úr Mjóddinni eftir að hafa séð Die Hard with a Vengeance. Ég var mjög ánægður með þessa mynd og var John McClane svalari en svalt og harðari en hart. Hafði áhyggjur að Mac gaurinn myndi ekki passa þarna inn en hann var nokkuð fyndinn og svo voru bæði Kevin Smith og vondi gaurinn góðir.

Eitt atriði sem gekk ekki alveg upp og svo hefði James Bond aðeins mátt missa sig í þotu atriðinu en það hafði samt ekki áhrif á gæði myndarinnar.

Fyrst þegar ég heyrði um Die Hard fjögur var ég mjög smeikur en eftir að hafa séð hana get ég alveg sagt að hún á alveg heima með hinum þremur meistaraverkunum og er alveg pottþétt ein skemmtilegasta hasarmynd sem maður hefur séð í langan tíma.

Einkunn: Die Hard 4.0 fær 9

Engin ummæli: