21.9.07

Úti að hlaupa

Loksins kominn sól í Þrándheimi, alveg kominn tími til eftir góðan rigningarmánuð, en við skulum ekki tala meira um veðrið.

Er að reyna að vera duglegur með að fara út að hlaupa þrisvar í viku. Búinn að halda út í ca. mánuð mínus tveir dagar þar sem ég var eitthvað slappur (var ekkert að mér skv. hjúkkunni). En eitt sem er alveg nauðsynlegt það er góður playlisti. Það er alveg furðulegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist við það eitt að fara út að hlaupa og pumpa stáli. Tökum dæmi:

Fyrst var ég að hlusta á þetta lag:


og svo skiptir maður yfir í þetta lag og finnst akkúrat ekkert athyglisvert við það!


Þegar ég var að leita af ofangreindu lagi þá fann ég þetta, verðið að tékka á meistara DJ Bobo.

Annars er alveg að koma helgi...

Engin ummæli: