19.9.07

Ég horfði á fótbolta í gær...

Ég horfði á fótbolta í gær, sem betur fer horfði ég á Chelsea vs. Rosenborg í staðinn fyrir Porto vs. Liverpool. Þessi Liverpool leikur var víst einn sá leiðinlegasti í langan tíma og var það aðalega vegna slakrar frammistöðu Liverpool. En djöfull voru Rosenborg flottir að ná jafntefli á Stamford Bridge. Verst að Sheva náði að jafna, hefði nú verið skemmtilegra að taka öll 3 stigin af Chelsea.

Engin ummæli: