20.9.07

The Special One

Ég efast um að ég sé fyrstur með fréttirnar en Jose Mourinho er hættur með Chelsea. Verð nú bara að segja fyrir mitt leiti að þetta eru mjög góðar fréttir. Ekki nóg með að hann er óþolandi leiðinlegur þá er hann nefnilega helvíti góður stjóri. Þannig að það verður erfitt fyrir Chelsea að fá jafn góðan mann til að sjá um allar stórstjörnunar. Nú er bara að vona að þeir fari í svipað ástand og Real Madrid fyrir nokkrum árum og að Mourinho finni sér annað starf utan Englands.

Kannski á maður Rosenborg að þakka fyrir þetta, maður veit aldrei!

Hér er frétt um málið.

Engin ummæli: