28.9.07

Afmælisbarn dagsins

Stóri bróðir minn hann Styrmir er afmælisbarn dagsins, enda enginn smá dagur hjá honum í dag. Það er nefnilega þannig að hann er að detta í fertugsaldurinn og er 30 ára í dag. Til hamingju með það.

Nú er ég eini í fjölskyldunni sem er "ungur" ennþá :)

Annars væri ég mjög svo til að mæta í afmælisveisluna og fá mér bita af þessum (sjá mynd). Þetta er það versta við að búa í útlöndum að missa af svona atburðum.

Enn og aftur til hamingju með daginn.
Kveðja frá fjölskyldunni í Moholti

Engin ummæli: