11.12.07

Próflok með meiru

Kláraði prófin á föstudaginn. Gekk ágætlega í sjálfur sér og þá sérstaklega ef tekið er tillit til þess hversu stuttan tíma maður hafði fyrir öll þessi próf. Ekki nóg með að þau hafi lent öll frekar snemma í próftöflu heldur hrúguðust þá einnig á nokkra daga, mjög svo hressandi. Get sagt að það hafi gengið vel með efnið frá því í ár en ekki vel í því sem maður tók upp frá því í fyrra. En svona er þetta þegar eitthvað er skilið eftir.

Þannig var það nefnilega að þegar skólinn byrjaði þá var ekki vitað hvort að eitthvað af þessum prófum yrði munnleg. Það var því verið að hringla með þetta allt saman langt fram eftir önninni og á endanum voru þessar dagsetningar settar niður. Það var samt verið að hringla með eitt prófið fram yfir miðjan nóvember sem er ekki gott. En nóg um það.

Próflokum var fagnað með að fara á smá bæjarflakk og svo bauð Anna okkur Kára út að borða á Ekon veitingarstaðinn í Tyholt turninum. Matur fínn og skemmtilegt að komast aðeins út úr húsi og gera eitthvað öðruvísi.

Það var svo einhverntímann um nóttina að ég vaknaði og var alveg að drepast í maganum. Gat ekki sofnað aftur sökum verkja og fannst því ákjósanlegt að leyfa Önnu að sofa út þegar vekjaraklukka heimilisins var komin á kreik, þar sem ég var nú löngu vaknaður. Ég entist í um tvo tíma og þá var það aftur rúmmið framan af degi og sófinn eftir það. Borðaði tvö kíví og svo eitt jógúrt fyrir háttinn þegar maginn var farinn að skána. Já svona var próflokum fagnað hjá mér, og til að forðast allan misskilning um þynnku eða álíka þá var drukkinn einn bjór kvöldið áður og það með kvöldmatnum.

En nú er maður bara mættur ferskur niður í skóla til að klára eitt stykki verkefni. Er að möndla saman árslista og er því góð tónlist sem ómar í eyrunum þessa stundina. Þannig að góðar stundir...

Engin ummæli: