23.12.07

Undanfarnir dagar

Langt síðan að maður lét heyra frá sér síðast. Það er alltaf erfitt að byrja aftur þegar maður hefur ekki bloggað í langan tíma, maður fær einhverskonar valkvíða um hvað maður eigi nú að segja frá. En hérna er nú smá:
  • Fór á mitt fyrsta norska djamm 11. des og var það bara helvíti gaman. Þetta var prófloka fagnaður hjá árganginum mínum í byggingunni, eða bygg og anlegg eins og það heitir, og var haldið í sal niður í bæ. Gekk vel að tala norskuna og gaman að hitta alla skólafélaga utan skólans.
  • Var að gera verkefni eftir prófin sem ég skilaði 20. des. Fór ansi hægt af stað með að klára það, var með smá vanmat á hvað ég átti mikið eftir af því. Seinustu dagana fyrir skil var samt mjög mikið að gera. Ég var að vinna til kl. 4:30 nóttina fyrir skiladag og náði svo að skila 15:57 og var nú bara nokkuð sáttur með árangurinn.
  • Eftir það var farið á fullt að klára jólainnkaup og svo var íbúðin þrifin hátt og lágt. Tengdó ásamt Arnari örverpi komu svo loksins aðfaranótt laugardags og voru þau sótt kl. 3 um nótt útá flugvöll, hressandi tími. En það var mikið búið að vara í gangi á Gardemoen sökum veðurs, mikil þoka varð til þess að ófært var í flugi í nokkurn tíma deginum áður og því mikið kaos í gangi. Þetta varð þess valdandi að töskurnar með öllum gjöfunum, fiskinum og auðvitað íslenska hamborgar hryggnum komu ekki til Þrándheims. Það var svo ekki fyrr en ég og Hörður (tengdó) keyrðum útá völl daginn eftir og þá voru töskurnar sem betur fer á sínum stað.
  • Það er samt búið að vera ótrúlega gaman að vera loksins kominn í jólafrí og geta eytt tíma með fjölskyldunni, án samviskubits yfir lærdómi. Búið að fara í bæinn með allt liðið og bærinn skoðaður ásamt ferðum í HM og öðrum jólainnkaupum.
  • Í dag fór svo kallpeningurinn á skíði og var það mjög svo skemmtilegt að komast loksins á skíði. Veit ekki hvað er langt síðan að maður fór á skíði fyrir jól en það tókst í ár.
  • Jólin á morgun og læt þetta duga í bili.

Engin ummæli: