- 21: Jólagjafakaup og íbúðin þrifin hátt og lágt
- 22: Tengdó mætt á svæðið, farið í bæinn og skoðað sig um. Svo var auðvitað farið í HM og aðrar búðir.
- 23: Kvenfólkið ásamt Kára fóru í bæinn og við karlpeningurinn fórum á skíði upp í Vassfjellet. Frábært að komast á skíði.
- 24: Hamborgarhryggur í matinn og svo alveg fullt, fullt af pökkum. Kári var vakandi fram yfir miðnætti og alveg ótrúlega spenntur yfir öllum pökkunum.
- 25: Eftir smá afslöppun um morguninn var farið á skíði seinnipartinn. Kári og Rut (tengdó) voru á snjóþotu og aðrir á skíðum í brekkunni. Um kvöldið var svo borðað kalkún og slappað af.
- 26: Þessi dagur var notaður í sund í Pirbadet. Eins gott að nýta tímann vel því ekki er hann ódýr þar. Helsta sem maður verður að monta sig af eru að ég og Arnar stukkum niður af 10 m.
- Elgur með bernes var svo ekki slæmt til að klára "jólin".
- 27: Aftur á skíði.
- 28: Tengdó fara heim og svo koma mamma og pabbi núna í kvöld.
28.12.07
Skipti!
Jólin búin að vera mjög góð, skíði, sund og góður matur. Anna nýbúin að skrifa heila ritgerð um síðustu daga þannig að hér verður stiklað á stóru.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli