5.4.08

Áhorf nr. 1

Into the Wild (2007)
Þessi bíómynd er gerð eftir bók sem fjallar um ævintýramanninn Christopher McCandless. Hún fjallar um ungann mann sem ákveður eftir að klára menntaskóla að fara og búa í náttúrunni. Gefur allar sínar eigur og húkkar sér far út í óbyggðirnar. Á leiðinni lendir hann í skemmtilegum ævintýrum og hittir skemmtilegar persónur.

Frábær mynd í alla staði. Góð leikstjórn, frábær leikur og sagan sögð á mjög skemmtilegan hátt þar sem sagan ferðast fram og aftur í tíma.
Hérna er bíóbrot úr myndinni.

Einkunn: Into the Wild fær 9.

Dan in Real Life (2007)
Fjallar um ekkil sem á þrjár dætur og fer að hitta alla fjölskyldu sína í fjölskylduboð. Þar hittir hann mjög áhugaverða konu sem hann virðist fella fyrir bara til að komast að því að þetta er kærasta bróður hans. Góð skilgreining er Drama, rómantík og grín.

Veit ekki alveg hvað maður á að segja um þessa mynd. Hún daðrar við framhjáhald og það lætur manni alltaf líða hálf ansaleg í bíómyndum en aftur á móti eru á ferð greinilegir sálufélagar og það gerir þetta hálf vandræðalegt allt saman. Svo eru þetta fjölskylduboð (sem nær yfir nokkra daga) full mikið "happy happy joy joy" á tímum. En Steve Carell leikurinn ekkilinn mjög vel og lætur manni finna til með honum. Eftir að maður varð foreldri þá er einhvernveginn öðruvísi að horfa á svona myndir, maður finnur meira til með persónunum (kannski er maður bara að verða svona gamall).

Fín mynd sem gengur lítið út á grín, bara svo fólk haldi ekki að það sé að fara sjá Steve Carell í sínu vanalega hlutverki. Hérna er bíóbrot úr myndinni.

Einkunn: Dan in Real Life fær 7.




In the Valley of Elah (2007)
Þetta mynd fjallar um föður sem leitar af týndum syni sínum sem er nýkomin heim úr stríðinu í Írak. Hann fær svo hjálp frá staðarlöggunni sem aftur á móti fær litlar þakkir fyrir frá bæði starfsfélögum og svo einnig herlöggunni. Þessi mynd er nokkurskonar stríðsádeila á stríðið í Írak.

Ágætis drama / ráðgátu bíómynd en ég bjóst við henni betri.

Einkunn: In the Valley of Elah fær 6.

Snakes on a Plane (2006)
Skemmtilegri mynd en ég bjóst við, eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndum um snáka í flugvél. Samuel L. Jackson er að flytja vitni í máli gegn einhverjum glæpon sem fyllir flugvélina af snákum.

Heilalaus spennumynd sem þjónar alveg sínu hlutverki.

Einkunn: Snakes on a Plane fær 6.

Michael Clayton (2007)
Lögfræði tryllir/drama um Michael Clayton sem er svona "reddari" fyrir stórt lögfræði fyrirtæki, vinur hans missir svo alveg vitið í einhverju risastóru máli og er hann fenginn til að sjá um vin sinn og kemst að ýmsu sem best er að fara ekkert nánar útí.

Nokkuð langt síðan að ég sá hana en þetta er mjög góð mynd.

Einkunn: Michael Clayton fær 8.

En stóra spurning er hvað finnst þér? Hefur þú séð eða langar þig til að sjá eitthvað af þessum bíómyndum?

Engin ummæli: