Já það verður horft á fótbolta þetta miðvikudagskvöldið, alveg eins og seinustu tvö þriðjudags og miðvikudagskvöld. Í kvöld mætast nefnilega Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er þetta seinni leikurinn í undan úrslitum meistaradeildarinnar, fyrri leikurinn fór 1-1.
Spá kvöldsins:
Chelsea 1 - Liverpool 1, Drogba og Torres með mörkin. Liverpool tekur þetta svo í vító. Þrátt fyrir þessa spá er ég ekkert sérlega bjartsýnn fyrir leik kvöldsins (ekki frekar en vanalega þegar kemur að Liverpool).
Jæja maturinn eldar sig ekki sjálfur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli