Kláraði skattinn í vikunni og eins gott að maður fái ekki enn eina rukkunina í ágúst. Með flóknara móti í ár. Búin að kaupa lóð, taka lán og svo biðja um skattalega heimilisfestu, vonandi var þetta nú allt gert rétt þetta árið.
Það var svo miðvikudaginn að það var bankað uppá hjá okkur, maður er alltaf nokkuð hissa þegar maður fær óvænta heimsókn og fer maður spenntur til dyra. En í þetta skiptið var það ekki sérlega skemmtileg heimsókn því í hurðgættinni stóð rukkari NRK (Norska ríkissjónvarpsins). Þannig að það lítur út fyrir að við þurfum að borga 800 kr norskar fyrir að hafa sjónvarp þessa fái mánuði sem eftir eru af dvöl okkar hérna í Norge.
Búinn að vera latur í blogginu en hérna er smá frá NRK1 sem er alveg helvíti fyndið:
Danish language
More danish language
Magnað hvað norskan er fallegt tungumál miðað bið þetta baunamál, þakka guði fyrir að maður sé ekki að læra með kartöflu í munninum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli