28.11.08

Myndir frá sumrinu

Þá er ég búinn að setja inn fjöldann allan af myndum á Picasa síðuna mína. Á reyndar eftir að setja myndir frá því í maí inn og á eftir að klára myndir frá júní. En júlí, ágúst og sept er komið inn.

Þetta tekur ógeðslega langan tíma að flokka allar myndirnar, endurskíra þær eftir dagsetningu, gefa þeim stjörnur, tag-a þær og skrifa við þær en ég held að þetta muni borga sig þegar fram líða stundir og maður vill leita af einhverri ákveðinni mynd í öllu safninu. Ég skrifa kannski smá leiðbeiningar einn daginn til að hjálpa fólki að koma smá skipulagi á ljósmyndasafnið sitt.

En hérna er hægt að sjá myndirnar:
http://picasaweb.google.com/orvars

25.11.08

Stifataflan

Smá áminning fyrir þá sem eru að missa sig yfir gengi Liverpool þessa dagana. Í fyrra var tímabilið (í deildinni) búið í lok desembers eftir nokkra slæma leiki. 2 desember það ár var Liverpool með 30 stig eftir 14 leiki. Sjá töflu.

Núna hins vegar eru allir að tala um að þetta ár getur verið árið sem Liverpool vinnur deildina en liðið er aðeins með 3 stigum meira en í fyrra (eða 33 stig) eftir sama fjölda leikja og miklu færri mörk skoruð.
Það má einnig benda á það að Arsenal liðið var með 36 stig eftir 14 leiki í fyrra en endaði samt í 3 sæti í deildinni. En það er í sjálfu sér ekkert leiðinlegt að sjá Arsneal með 13 stigum minna í ár en á sama tíma í fyrra.

Þannig að ég held mig við mína skoðun að bíða allavega fram yfir áramót áður en ég ætla að láta mig dreyma um meistaratitil á Anfield.

Afmælisbarn dagsins

Hún elsku Anna mín er 26 ára í dag og vildi ég að sjálfsögðu óska henni til hamingju með afmælið.


Það var haldinn afmælisveisla í tilefni dagsins í gær í H23 þar sem plássið ræður ríkjum. Frúin bauð uppá dýrindis tælenska fiski súpu með uppáhalds nanbrauðinu mínu. Algjört lostæti sem gott veður að fá aftur í kvöld.

24.11.08

Hár

Hárið var klippt í gær eða snoðað í burtu. Verð alveg hryllilegur þegar ég er komin með smá lubba því í fyrsta lagi er hárið mjög erfitt meðhöndlunar og svo í örðu lagi nenni ég engan veginn að hirða það nógu vel. Því er þetta besta lausnin fyrir alla. Svo heldur Anna að ég sé að verða sköllóttur þannig að það er um að gerast að venjast þessu ;)

Annars er einn galli við þetta sem ég fattaði ekki fyrr en ég var kominn út í morgun. Nú þarf maður að fara vera með húfu undir hjálminum á leið til vinnu, því einangrunin á hausnum er ekki eins góð með 6 mm hár.

Þá var Kári alveg æstur í að ég myndi klippa hárið hans líka, þegar hann vaknaði og svo klippinguna hjá pabba sínum. Spurning hvað langaafi hans myndi segja um það.

Sá merkilegi atburður átti sér stað um helgina að ég fór í Kringluna í fyrsta skipti í rúm tvö ár (fyrir utan eitt stutt bankastopp 2007). Svo var farið í fjölskylduferð í Smáralindina og kíkja á jólaföt á drenginn. Þessi mynd var tekin af bestu vinunum Kára og Mikka mús við það tækifæri.

Það má svona benda þeim sem kíkja hér við að ég er búinn að setja inn fleiri myndir inná myndaalbúmið. Koma svo fleiri albúm / mánuðir í vikunni.
Hérna eru myndasíðan:
http://picasaweb.google.com/orvars