Eitt sem ég var að spá um daginn var afhverju enginn hefði búið til jólalag (þeas heilt lag) úr þessu frábæra stefi sem er notað í Vodafone auglýsingunni með Pétri Jóhanni.
Þá kom það auðvitað í ljós að þetta er erlent lag sem er búið að breyta í þetta jólastef. Alveg frábært lag og mig langar að setja það á topp 10 yfir erlent lög ársins, veist samt ekki hvort það sé sanngjarnt. Í fyrsta lagi kom það út 2007 og í öðru lagi heyrði ég það fyrst í gær 22 des. Kemur í ljós á milli jóla og nýárs þegar ég smíða listann fræga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli