28.12.08

Liverpool efstir um áramótin

Svei mér þá, ég sem ætlaði að bíða til áramóta áður en ég myndi fara gera mér einhverjar væntingar til Liverpool liðsins. Nú eru að alveg koma áramót og Liverpool eru öruggir í efsta sætinu. Nú er bara spurningin hvort maður eigi þora að fara gera sér væntingar um titil í vor eða bíða fram að páskum og sjá svo til.

Án þess að ég haldi að Liverpool séu að fara landa Englandsmeistaratitlinum í vor þá er ég mjög ángæður með gengi liðsins í dag. En það vinnst ekki neitt um áramót (eins og Arsenal menn vita) þannig að ég vona bara eftir góðri og skemmtilegri keppni í þeirri ensku fram að vori og vona svo innilega að Liverpool verði með í baráttu sem lengst.

Djöfull er svo leiðinlegt að lenda í öðru sæti í póker...til hamingju Kiddi.

Engin ummæli: