
Þá hefur enn eitt gatið bæst í hóp margra og fínna gata á hausnum mínum. Var að hjálpa í Gulaþingi um helgina. Var að setja saman IKEA skápa (enda mikill IKEA specialist) og þegar ég er svo að fara setja hurð á einn skápinn þá næ ég að reka hurðina í ljósakrónu sem brotnar og dettur beint á hausinn á mér með tilheyrandi afleiðingum. Allt í blóði og ég með gat á hausnum og nokkrar skrámur í andlitinu.
Svo var það skemmtileg bið á biðstofu Slysadeildar Landspítalans áður en sjálfur söngvari hljómsveitarinnar Dikta tók sig til og saumi eitt spor í hausinn og notaði tonnatak á rest. Svo voru deyfilyf afþökkuð til að gera þetta meira hardcore, enda er maður enginn aumingi, bara smá klaufi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli