12.8.10

Ný byrjun?

Eitthvað að spá hvort maður ætti að byrja aftur...skrifa um daginn og lífið, hlaup og kannski kvikmyndir og tónlist, þá aðalega hlaup, kvikmyndir og tónlist.

Er núna að undirbúa mig undir Reykjavíkur maraþonið. Var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í þetta yfir höfuð svona stuttu eftir Laugaveginn en ákvað að láta slag standa og drífa mig.

Hljóp í hádeginu úr vinnunni niður út á Sæbraut þaðan niður í bæ og Lækjargötuna yfir á Hringbrautina, þaðan upp að Perlunni og svo tilbaka niður í Bootcamp með smá flækju til að ná 10km.
Er nokkuð sáttur við að vera skána í mjöðminni.

Engin ummæli: