30.9.03

Fokketi fokk!

textiÞað er Muse vika á xinu og hvað haldið þið! ha var ég ekki að vinna mér einn disk:) Vann Absolution með Muse en ég var að kaupa mér sama disk í gær! Reyndar var ég að vinna special edition með DVD disk sem var ekki í disknum sem ég keypti! Rokk og ról!

Annars var ég að lesa í fréttablaðinu að Malcolm in the Middle væri að byrja aftur en það væri búið að talsetja þættina á Íslensku! Whatta fooook! Hvaða rugl er þetta! Þetta er ekki barnaefni, erum við að vera eins og þjóðverjarnir! Ekkert smá ömurlegt þar sem þetta var nú uppáhaldsþátturinn minn! Verð bara að ná í þættina á netið! Er kominn með fyrsta Friends þáttin!

Annars er þetta með Skjá 2 alveg glatað líka! Færa marga góða þætti frá Skjá 1 yfir á Skjá 2 ókeypis sjónvarp mæ asss! Láta fólk byrja að horfa á þætti á skjá 1 og svo þegar þeir eru vinsælir þá setja þeir þá bara yfir á skjá 2. Þetta væri kannski ok ef maður gæti nú keypt sér skjá 2 en það er ekki hægt þar sem ég er ekki með breiðbandið! Foooooketi fokkkk!

29.9.03

Kyntröll Mánaðarins

Kyntröll mánaðarins er í þetta skiptið Reynir Georgsson! Hérna er hann í góðum fíling eftir stórkostlega sigra í Unreal!



Til hamingju Kyntröll septembers!

Diska kaup!

textiVar að kaupa Absolution með Muse, Sleeping with Ghosts með Placebo og Silence is Easy með Starsailor!
Þá keypti ég Relationship of Command með At the Drive-In en það er gamall diskur! At the Drive-In er nú tvær snilldar hljómsveitir en þær heita The Mars Volta og Sparta!

Þannig að þetta var ágætis kaup í dag!

Fáranlegur verðmunur á Íslandi og UK! Ég borga samtals 4200 kr. fyrir þetta en þetta myndi kosta 7800 en þá munar næstum því helmingi!!

Svo kaupi ég mér nýja Travis og The Strokes diskana þegar þeir koma út!

Weekend at Bernie's II

textiFöstudagur!
Fór í ræktina og svo beint á Ruby Thusday og keypti mér stærsta hamborgara sem ég hef á séð! Var ca. 15 cm á hæð án gríns og ég náði að klára hann! Þökkum Eurocard 2 fyrir 1 boðið!
Fór svo á Bad Boys II. Will Smith og Martin Lawrance eru þar á ferð í alveg fínni mynd. Nóg af spennu og bröndurum en maður á ekkert að fara í of djúpar pælingar í svona mynd. Hún skemmtir manni á meðan maður er í salnum og ekkert meir!
Bad Boys II fær *** örilsh

Laugardagur!Ég og Anna fórum í skvass! Það var nokkuð gaman en auðvitað rústaði ég henni og leyfði henni að ná í nokkur stig svona svo hún færi ekki í fílu:)
Fórum svo í opnun á nýjum sumar bústaði við Þingvallavatn hjá frænda Önnu! Fínt, góður matur og svona!

Sunnudagur!
Til hamingju með afmælið Styrmir! Jebb Stymma limm átti afmæli í gær og var boðið upp á villibráðaveislu! Mjög gaman. Fengum Hreindýr og Gæs í aðalrétt og svo fengum við að smakka Önd og Lóu (held ég) eitthvað jafn ansalegt :) en allavegana var þetta mjög gaman!

26.9.03

Dominos auglýsingar

textiDjöfull þoli ég ekki að hlusta á og horfa á dominos auglýsingar! Ég/Mig/Mér langar alltaf í pizzu þegar maður sér gómsæta pizzu og annað góðgæti!
Djö maður, það ætti að banna allar auglýsingar!

Ekkert!

Ekkert planað um helgina fyrir utan að horfa á Idol í kvöld! Ég held að áhorfið á þessa þætti eigi eftir að vera alveg "sky high", ef maður talar smá útlensku!

Annars verður bara slappað af um helgina!

Er líka að spá að taka Gummi "smá bloggara" út af linkunum mínum, því hann er ömurlegur bloggari, sé til hvort ég eigi að nenna því!

Óli D. bað mig um að koma með einhver pistil um FH-ÍA en ég nenni því ekki því þetta er drasl leikur, Breiðablik komst ekki einusinni í úrslit en þessi skítaleikur verður á morgun! er það ekki!!!
Annars held ég að Fimleikafélagið vinni og fá því fyrsta bikarmeistaratitilinn í hús! Hvenær ætlar Breiðablik að fara geta eitthvað í fótbolta!
Damm!

25.9.03

Veikur.is

textiJebb ég var bara heima í gær veikur þannig að það var gert lítið annað en að horfa á sjónvarp og vera í CM4! Fór ekki í bíó og fór ekki í fótbolta! En var að horfa á tvær myndir Animal Factory og Office Space!
Animal Factory er svona fangelsismynd sem Steve Buscemi leikstýrir! Svona allt í lagi mynd! Gerist ekkert voða mikið og maður hefur það á tilfinningunni að sé verið að reyna að herma eftir Shawshank Redemption. Animal Factory fær ** örlish!
Office Space er náttúrulega ein mesta snilld sem hefur verið gerð! Hef nú séð hana oft áður og verður hún alltaf betri og betri! Load PC Letter snilld, Paper Jam! SNILLD!
Office Space fær ***1/2 af 4 örlish!

23.9.03

Limp Bizkit vika á xinu!

textiMeð nýrri viku kemur nýr diskur frá Xinu 977! Jebb var að vinna nýja diskinn með Limp Bizkit en hann heitir Results May Vary! Þurfti að svara einni spurningu og diskurinn var minn :)
Snilld!

Spurning hvort maður reyni ekki bara að ná sér í miða í bíó líka!

slappur.is

geðsjúklingarEr með einhverja helvítis drullu í mér! Þannig að ekkert verður úr því að fara í ræktina í dag!

Annars var Survivour í bær og var það bara nokkuðu góður þáttur! Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga ekki um neitt sem gerist í þáttunum svona ef einhverjir skildu ekki vera búnir að horfa á þáttinn og svo blaðrar maður öllu, ekki gaman það!

Arsenal eru geðsjúklingar og svona! Hérna er Keown og hesturinn í góðum fíling!

22.9.03

sjonvarp.is

Loksins loksins er Survivor að fara að byrja! Fyrsti þátturinn af Pearl Islands er í kvöld kl. 20:00! Nú þegar haustið er komið þá koma einnig góðir sjónvarpsþættir með! The Practice er byrjaðir aftur "djö gleymdi honum í gær", Sex in the City og náttúrulega Idol þar sem Jóhannes fer á kostum! Algjör snilldarþáttur á föstudaginn!

Bruce Almighty

Bruce AlmightyHorfði á Bruce Almighty í gærkvöldi. Ég fór nú aldrei á hana í bíó því ég bjóst við svona videó ræmu og hún er svo sem ekkert meira en það. Það er sami leikstjóri og gerði Ace Ventura og Lier Lier en Carrey var nú ekkert að gretta sig voða mikið í þessari mynd. Var búinn að sjá flesta brandarana í trailernum og bjóst alveg við að þetta væru flestir brandararnir þannig að væntingarnar voru nú ekkert rosalegar. Þoli ekki þannig trailera! Byrjar svona hress og svona og svo fer hún soldið úti bandarískta þvælu en allt í lagi samt!

Bruce Almighty fær ** örlish!

Bowling for ?skuhl??

textiNokkuð merkilegt að hafa ekki farið í keilu í svona 5 ár og fara svo tvö kvöld í röð! Ég, Íbbó og Selurinn Stebbi vorum að horfa á Idol og ákváðum að skella okkur í keilu á eftir! Ég skít tapaði og Ívar vann. En það var mjög fyndið þegar ein stelpa á brautinni við hliðina á okkur var að fara "keila" og missti kúluna afturfyrir sig!

Á laugardaginn var hætt við að fara í golfmót TLC vegna veðurs þannig að það var ákveðið að taka keilumót um kvöldið. Eftir nokkra bjóra og skot þá byrjaði keppnin og gekk mér svona lala! Ívar vann með 158 og Stebbi í öðru með 157 en hann klikkaði á seinasta pinnanum til að jafna Íbbó! Held að ég hafi endað í 5 sæti sem er sæmilegur árangur! Einnig var nokkuð skondið þegar Ægir missti kúluna ofaná tánna á Jóa Idol!
Eftir bowling var það: Felix, Vegamót, pulsa/pylsa og svo "spjall" við leigubílstjóra sem leikubílstjórinn var ekkert að fíla! Skil það bara ekki!

19.9.03

My Boss´s Daughter

texti Það var nú ekki bara bolur og geisladiskur sem ég vann í gær heldur fékk ég líka 4 bíómiða á myndina My Boss´s Daughter. Reyndar fékk ég miðana hjá Skífunni í þetta skiptið! Árni og Ada voru svo heppin/óheppin að koma með.

Ashton Kutcher, Tara Reid og Jeffrey Tambor fara með aðalhlutverkin í þessari mynd. Þetta er svona mynd sem fer hálfpartinn í taugarnar á manni fyrir það hvað allt gengur á afturfótunum hjá Tom Stansfield sem Kutcher leikur. Ekki hjálpaði það að meðal aldurinn í salnum var svona 15 ár þannig að var ansi mikið af "sniðugu" fólki í salnum með allskonar brandara!
My Boss´s Daughter fær *örlish!

Annars er Idol að byrja í kvöld og ég ætla sko að horfa á þetta. Var að hlusta á viðtal við Bubba á Xinu og það verður örugglega mjög gaman af þessu. Þó svo ég horfði eignlega aldrei á bandaríska Idolið þá hef ég góða tilfyningu fyrir þessu!

Þá er golfmót TLC á morgun á Flúðum. Mótið byrjar kl. 13:00 og allir aðdáendur mínir eru bent á að vera komnir kl. 12:30 þar sem ég mun veita eiginhandaráritanir. Eftir golfið verður svo grill + bjór + pottur!

18.9.03

Kings of Leon

textiÍ dag er Kings of Leon dagur á Xinu! Ég keypti mér diskinn Youth and Young Manhood fyrir svona mánuði. Þetta er fyrsti diskurinn þeirra en þessi hljómsveit samanstendur af 3 bræðrum og frænda þeirra. Þeir eru samt frá Tennessee en pabbi þeirra var farandsprestur þannig að þeir ólust upp svona á milli Oklahoma og Memphis. Pabbinn heitir Leon Followill þannig að þaðan er nafnið komið.

Þetta er snilldar diskur en ég er búinn að vinna mér inn annað eintak af honum á Xinu og einnig bol! Þetta er snilld! Þá er bara að fara að ná í góssið!

17.9.03

Til hamingju med daginn Stebbi

Stebbi til vinstri og ég til hægriTil hamingju med daginn Stebbi. Stebbi a.k.a Selurinn er 24 ára í dag og ég óska honum því til hamingju með daginn! Er Foo Fighters diskurinn ekki góður ha! Hér eru ég og Stebbi á góðri stundu!