25.9.03

Veikur.is

textiJebb ég var bara heima í gær veikur þannig að það var gert lítið annað en að horfa á sjónvarp og vera í CM4! Fór ekki í bíó og fór ekki í fótbolta! En var að horfa á tvær myndir Animal Factory og Office Space!
Animal Factory er svona fangelsismynd sem Steve Buscemi leikstýrir! Svona allt í lagi mynd! Gerist ekkert voða mikið og maður hefur það á tilfinningunni að sé verið að reyna að herma eftir Shawshank Redemption. Animal Factory fær ** örlish!
Office Space er náttúrulega ein mesta snilld sem hefur verið gerð! Hef nú séð hana oft áður og verður hún alltaf betri og betri! Load PC Letter snilld, Paper Jam! SNILLD!
Office Space fær ***1/2 af 4 örlish!

Engin ummæli: