18.9.03

Kings of Leon

textiÍ dag er Kings of Leon dagur á Xinu! Ég keypti mér diskinn Youth and Young Manhood fyrir svona mánuði. Þetta er fyrsti diskurinn þeirra en þessi hljómsveit samanstendur af 3 bræðrum og frænda þeirra. Þeir eru samt frá Tennessee en pabbi þeirra var farandsprestur þannig að þeir ólust upp svona á milli Oklahoma og Memphis. Pabbinn heitir Leon Followill þannig að þaðan er nafnið komið.

Þetta er snilldar diskur en ég er búinn að vinna mér inn annað eintak af honum á Xinu og einnig bol! Þetta er snilld! Þá er bara að fara að ná í góssið!

Engin ummæli: