
Fór í ræktina og svo beint á Ruby Thusday og keypti mér stærsta hamborgara sem ég hef á séð! Var ca. 15 cm á hæð án gríns og ég náði að klára hann! Þökkum Eurocard 2 fyrir 1 boðið!
Fór svo á Bad Boys II. Will Smith og Martin Lawrance eru þar á ferð í alveg fínni mynd. Nóg af spennu og bröndurum en maður á ekkert að fara í of djúpar pælingar í svona mynd. Hún skemmtir manni á meðan maður er í salnum og ekkert meir!
Bad Boys II fær *** örilsh
Laugardagur!Ég og Anna fórum í skvass! Það var nokkuð gaman en auðvitað rústaði ég henni og leyfði henni að ná í nokkur stig svona svo hún færi ekki í fílu:)
Fórum svo í opnun á nýjum sumar bústaði við Þingvallavatn hjá frænda Önnu! Fínt, góður matur og svona!
Sunnudagur!
Til hamingju með afmælið Styrmir! Jebb Stymma limm átti afmæli í gær og var boðið upp á villibráðaveislu! Mjög gaman. Fengum Hreindýr og Gæs í aðalrétt og svo fengum við að smakka Önd og Lóu (held ég) eitthvað jafn ansalegt :) en allavegana var þetta mjög gaman!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli