
Á laugardaginn var svo farið á KILL BILL! Jebb náði að drega Kidda með mér á KILL BILL Vol. 1! Mér fannst hún bara helvíti góð, enda ekki við öðru að búast af snillinginum Quentin Tarantino. Kidda var nú ekki alveg sammála mér og mælir frekar með Jackie Chan myndum! Mjög flott atriði en það var bara eitt sem virkaði ekki nógu vel á mig en það kom svona smá teiknimynda atriði inní myndina og var það aðeins of langt fyrir minn smekk og hefði alveg mátt sleppa því! Annars var fullt af flottum atriðum og fínn söguþráður og verður mjög gaman að sjá Vol. 2!
Kill Bill fær ***1/2 af 4 örlish!
Ég og Kiddi brugðum okkur svo aðeins niður í bæ og tókum smá rölt en nentum hvergi inn vegna mikilla raða!
Annars slæm tíðindi af tölvumálum! Því ég var í góðum fíling heima í gærkvöldi eitthvað að dunda mér fyrir framan tölvuna og þá "búmb" jebb það kom sko B O B A eða BOMBA eins og Bubbi myndi segja það! Þá sprakk eitthvað rafmagnsdrasl inní tölvunni og þarf ég að kaupa mér nýja kassa utan um tölvuna, hann var hvort sem er orðin of lítill fyrir móðurborðið og svona! Vonandi er allt í lagi með allt en svona sprenging getur eyðilegt örgjörvan eða móðurborið! Vona það besta! Síja later!
Svo segi ég bara Áfram Liverpool, frábært lið! Holli fokk er snillingur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli