28.4.06

15 ágúst

Er ekki kominn tími á að láta fólk vita að 15. ágúst er dagurinn, það þýðir 24v3d eða er ekki hægt að segja -15v4d gamall/gömul.
Hvort þetta verður þetta lítill Örvar eða lítil Anna, við vitum það ekki. En mér sýnist krílið verða nokkuð líkt mér.

25.4.06

Öbbi Art

Já var að búa til nýja ljósmyndasíðu á flickr þar sem ég ætla að vera með svona "flottar" myndir.
Þetta flickr samfélag er mjög sniðugt. Maður getur sett myndir inn og svo linkað þær í allskonar hópa sem vonandi kommenta á myndirnar.

Ég er allavega nýbyrjaður og hérna er nýja síðan.
http://www.flickr.com/photos/orlish/
Það verða bara stakar myndir þarna inni, ekki myndir af atburðum eins og á hinni síðunni minni.

Allir að setja þetta í Bookmarks og kommenta á myndirnar.

24.4.06

Málarinn

Þá er bara heil vinnu viku framundan, hvaða dónaskapur er það? Maður getur samt huggað sig við það að það er þriggja daga helgi eftir þessa viku þökk sé Verkalýðsdeginum.

Þetta er búið að vera fínt frí. Tók mér föstudaginn í frí þannig að ég náði 4 daga helgi eftir tveggja daga vinnu viku, ekki slæmt það.
Helgin fór samt mest í að mála heima fyrst var ég að hjálpa pabba með að mála inni og svo tók ég einnig herbergið í íbúðinni hjá mér og Önnu. Anna var orðin leið á geljublá litnum á herberginu, þannig að nú er það orðið hvítt og fallegt.

Þá hátti Auður hans Ívars afmæli og varð 27 ára á miðvikudaginn og var haldið innflutnings/afmælis partý hjá þeim á miðvikudaginn og var bara feiknar góð mæting þó svo að vinahópurinn hafi nú verið nokkuð rólegur.
Skemmtilegt að segja frá því að þegar ég var búinn að smella einni af partý gestum var myndavélinn þeirra full, gott að eiga digital myndavél en ekki tölvu...

Ekki má gleyma því að Liverpool vann Chelsea verðskuldað 2-1 en samt fann Morinho einhverja afsökun á tapinu. Maður er mjög veruleika firrtur, það er alveg á hreinu.

Þá sá ég einnig tvær bíómyndir um helgina sem ég nenni nú ekki að fjalla neitt sérstaklega um.
The Interpreter fær 6,5 Örlish
Stay fær 5 Örlsih, ef einhver fattar þessa mynd má sá hinn sami tala við mig. Samt er klipping og myndataka mjög flott í þessari mynd.

Þá fór ég alveg á skrið í Prison Break í gær, horfði á 3 þætti og það var mjög erfitt að láta þar við sitja. Ekkert eðlilega góðir þættir enda er byggingarverkfræðingur í aðalhlutverki.

Kveðja
Michael Scofield

19.4.06

Páskarnir

Páskarnir voru mjög góðir og maður náði að gera heilmikið. Eins og áður hefur komið fram þá fóru ég og Ívar norður til Akureyrar á skíði.

Við náðum alveg 3 og hálfum tíma á skíðum á fimmtudaginn í fínu færi og veðri og það sem betra var engar raðir. Fimmtudagskvöldið var rólegt þar sem það var horft á The Adventures of Ford Fairlane. Hún var nú betri í minningunni en alveg hægt að hlæja hvað hún var hallærisleg.

Föstudagurinn var tekinn snemma enda alveg stórkostlegt veður úti. Vorum mættir með fyrstu mönnum upp í fjall og náðum góðum tveimur tímum áður en fjallið fylltist alveg. Talað var um 5000 manns í fjallinu enda eitt besta veður á staðnum í mörg ár. Hinni kom svo og náði í okkur upp í fjall og var farið í góðan hádegismat á meðan mesta ösin var.
Ívar datt svo nokkuð harkalega tvisvar þegar við vorum mættir aftur upp í fjall og hættum við þá enda færið orðið nokkuð slæmt.

Um kvöldið var svo farið á KEA í brilliant mat til Hinna og svo á djammið svo var nú bara helvíti gaman.

Sem sagt snilldarferð og myndirnar koma vonandi bráðlega inná netið.

Þá fór ég og Anna einnig upp í sumarbústað sem var mjög gott að venju.

Þannig að páskarnir mínir fá topp einkunn enda algjör brilli.

Myndir frá Siglufirði

Þá er ég loksins búinn að setja myndirnar frá Siglufirði inn. Við strákarnir förum í skíða og menningarferð til Siglufjarðar helgina 24-26. mars og var það mjög vel heppnuð ferð en myndirnar nokkuð seint á ferð.
Með í för voru Örvar, Ívar, Kiddi, Gísli og svo kom Hinni frá Akureyri.
Ef þið viljið að einhver mynd verði tekin niður endilega látið mig vita.

Myndirnar má finna hér til hliðar á Flickr skjöldinum eða bara hér.

18.4.06

Frekar huggulegur...

Það verður líklegast ekki komist hjá því að fjalla um þetta.
Þetta birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn í lesendur spyrja Ásthildi Helgadóttir.

Ég vil bara taka það fram að þó svo ég sé nú alveg sammála henni Ásthildi um að ég sé lang myndalegastur á Línuhönnun þá verð ég bara að koma því á framfæri að það var EKKI ég sem sendi inn þessa spurning. Hérna er þetta á visir.is

Brandararkallinn sem sendi þetta inn má vinsamlegast gefa sig fram því ég verð nú að viðurkenna að þetta var helvíti fyndið að þetta skuli hafa birst í sjálfu blaðinu líka.

Mér til sönnunar get ég sagt að allir sem þekkja mig vita alveg að ég myndi aldrei og þá meina ég aldrei segjast vera frá Reykjavík eins og stendur þarna.

Fólkið í vinnunni skemmti sér alla vega konunglega að gera grín af mér í hádeginu.

Kveðja
Þessi huggulegi...

12.4.06

Páskar

Þá er alveg að koma páskafrí, eftir svona 10 mínútur hjá mér...

Ég og Ívar ætlum að kíkja á Akureyri á skíði og fáuum íbúð að láni hjá snillinginum honum Ægi. Þar er stefnt á að fara á skíði aðalega en aldrei að vita nema að einn eða tveir bjórar fái að fylgja með norður.

Þá er ég einnig alveg að vera búinn að ganga frá myndunum frá Sigló. Þær koma samt ekki inn fyrr en eftir helgi.

En ég segi bara gleðilega páska.

Umferð og hálfvitar

Íslendingar geta verið ótrúlega dónalegir í umferðinni. Ekki að ég viti mikið um umferðarmenningu annara þjóð en ekki get ég ímyndað mér að hún sé jafn slæm og gerist hér.
Ég var að hjóla heim úr vinnunni á mánudaginn þegar ég var kominn að Bústaðarveginum þurfti ég að stoppa við gangbraut til að komast yfir. Er það ekki umferðarreglunum að bílar eigi að stoppa fyrir "gangandi" umferð, ég held það.
Allavega þegar svona tveir bílar eru búnir að bruna framhjá án þess að stoppa þá fer ég að gera mig líklegan að komast yfir götuna og set hjólið ansi nálægt gangstéttinni til að sýna að ég ætla yfir og vitið menn, þá er flautað á mig um leið og keyrt er framhjá!!! Hvernig dirfist þér félagi að reyna að komast yfir þegar ég er að drífa mig úr vinnunni hefur ökurmaðurinn(konan) hugsað.
En það var ekki nóg með það heldur keyrðu einhverjir 10 bílar í viðbót framhjá meðan ég stöð þarna með uppréttar hendur í mótmælaskyni.
Og loksins þegar kom rautt á nærliggjandi ljósi þá var einhver ökumaður svo vingjarnlegur að stoppa fyrir mér.

Svona er ísland í dag.

10.4.06

Embla

Embla 01.02.1996 - 07.04.2006
Embla var svæfð núna á föstudaginn og var svo jörðuð upp í sumarbústað í Svarfhólsskógi í Svínadal.
Fyrir rúmri viku missti Embla sjónina og einnig virðist þefskynið hafa farið. Þá hefur hún verið að grennast all mikið undanfarna mánuði og allt bendir til að hún hafi verið með sykursýki.
Ég á allavega erfitt að ímynda mér betri hund en hana Embla enda voru margir sem komu við á föstudaginn og kvöddu hana.