24.4.06

Málarinn

Þá er bara heil vinnu viku framundan, hvaða dónaskapur er það? Maður getur samt huggað sig við það að það er þriggja daga helgi eftir þessa viku þökk sé Verkalýðsdeginum.

Þetta er búið að vera fínt frí. Tók mér föstudaginn í frí þannig að ég náði 4 daga helgi eftir tveggja daga vinnu viku, ekki slæmt það.
Helgin fór samt mest í að mála heima fyrst var ég að hjálpa pabba með að mála inni og svo tók ég einnig herbergið í íbúðinni hjá mér og Önnu. Anna var orðin leið á geljublá litnum á herberginu, þannig að nú er það orðið hvítt og fallegt.

Þá hátti Auður hans Ívars afmæli og varð 27 ára á miðvikudaginn og var haldið innflutnings/afmælis partý hjá þeim á miðvikudaginn og var bara feiknar góð mæting þó svo að vinahópurinn hafi nú verið nokkuð rólegur.
Skemmtilegt að segja frá því að þegar ég var búinn að smella einni af partý gestum var myndavélinn þeirra full, gott að eiga digital myndavél en ekki tölvu...

Ekki má gleyma því að Liverpool vann Chelsea verðskuldað 2-1 en samt fann Morinho einhverja afsökun á tapinu. Maður er mjög veruleika firrtur, það er alveg á hreinu.

Þá sá ég einnig tvær bíómyndir um helgina sem ég nenni nú ekki að fjalla neitt sérstaklega um.
The Interpreter fær 6,5 Örlish
Stay fær 5 Örlsih, ef einhver fattar þessa mynd má sá hinn sami tala við mig. Samt er klipping og myndataka mjög flott í þessari mynd.

Þá fór ég alveg á skrið í Prison Break í gær, horfði á 3 þætti og það var mjög erfitt að láta þar við sitja. Ekkert eðlilega góðir þættir enda er byggingarverkfræðingur í aðalhlutverki.

Kveðja
Michael Scofield

Engin ummæli: